Results 1 to 6 of 6

Thread: Icelandic: stuðlun í hversdagstali?

 1. #1
  Join Date
  Sep 2006
  Native language
  English, USA
  Posts
  4,776

  Icelandic: stuðlun í hversdagstali?

  Sælir íslenskumælendur,

  Í þessum þræði sagði NMMIG að honum líkaði betur að segja
  “Eins og að horfa á gras gróa” en að segja
  “Eins og að horfa á gras vaxa”, vegna þess að annað er stuðlað en hitt er ekki.

  Í fyrri þræði sagði Merkurius að það væri fallegra að segja
  “Byggingarlistamaðurinn byggði oft byggingar” en að segja
  “Byggingarlistamaðurinn byggði oft [á þessu svæði]”, án andlags.

  Þetta er hrein ágískun mín, en mynduð þið segja að stuðlun sé tiltölulega oft notuð í daglegu tali á íslensku? Þ.e.a.s, reyna íslenskumælendur greinilega oft að finna (eða búa til) stuðluð orðatiltæki í hversdagstalinu?

  Reynslan mín er sú að enskumælendur nota ekki mjög oft stuðlun, rím eða svipuð stílbrögð í venjulegu tali. Það eru jú nokkrir sem nota þau, en þetta telst yfirleitt (held ég) vera skringilegt nema í mjög takmörkuðum samhengjum. T.d. fréttagreinar, fréttapistlar, opinberar ræður o.s.frv. á ensku innihalda yfirleitt ekki stuðlun, án þess að stuðlun komi fyrir í tilvitnun. Er ástandið líkt í íslensku?

  Bestu kveðjur,
  Gavril
  Last edited by Gavril; 21st April 2013 at 3:13 AM.

 2. #2
  Join Date
  Dec 2005
  Location
  Reykjavík, Ísland
  Native language
  UK English
  Posts
  18,506

  Re: Icelandic: stuðlun í hversdagstali?

  Hæ,

  Talað mál er frekar ljótt í samanburði við skrifað mál. Það er yfirleitt tilviljunarkennt og fullt af hikorðum og 'fölskum byrjunum' (ef ég má orða það þannig) og er í rauninni mjög óundirbúið á meðvitaðan hátt svo virðist mér mjög ólíklegt að mælendur myndu reyna að skjóta stuðlun inn í málið þeirra. Burtséð frá föstum orðasamböndum og (stundum) skrifuðu máli efast ég um að það sé til meðvituð aðferð að gera þetta í íslensku. Í öðru lagi finnst mér annað dæmi ekki snúast um stuðlun heldur um aðrar málfræðilegar ástæður sem krefjast andlaga í svona dæmi (en um þetta er ég ekki fullviss, bara tilfinning).

  (Mínar tvær krónur )

  Ath: afturbeygð fornöfn! ('sagði NMMIG að sér líkaði..')

 3. #3
  Join Date
  Sep 2006
  Native language
  English, USA
  Posts
  4,776

  Re: Icelandic: stuðlun í hversdagstali?

  Takk fyrir svarið, Alx.

  Quote Originally Posted by Alxmrphi View Post
  Í öðru lagi finnst mér annað dæmi ekki snúast um stuðlun heldur um aðrar málfræðilegar ástæður sem krefjast andlaga í svona dæmi (en um þetta er ég ekki fullviss, bara tilfinning).
  Þú gætir haft rétt fyrir þér um að það snúi ekki um stuðlun, en varðandi málfræði, ég spurði Merkurius (í þeim þræði) einmitt um hvort setningin með byggja krefðist andlag, og mér sýnist að hann svaraði "nei".

 4. #4
  Join Date
  Dec 2005
  Location
  Reykjavík, Ísland
  Native language
  UK English
  Posts
  18,506

  Re: Icelandic: stuðlun í hversdagstali?

  Quote Originally Posted by Gavril View Post
  Þú gætir haft rétt fyrir þér um að það snúi ekki um stuðlun, en varðandi málfræði, ég spurði Merkurius (í þeim þræði) einmitt um hvort setningin með byggja krefðist andlags, og mér sýnist að hann svaraði "nei".
  Já, ég meinaði ekki að það væri málfræðilega ómögulegt - bara að það hljómaði betra með andlagi í því samhengi.

 5. #5
  Join Date
  Apr 2011
  Location
  Kallinge, Sweden
  Native language
  Icelandic
  Age
  32
  Posts
  424

  Re: Icelandic: stuðlun í hversdagstali?

  Quote Originally Posted by Alxmrphi View Post
  Já, ég meinti ekki að það væri málfræðilega ómögulegt - bara að það hljómaði betra með andlagi í því samhengi.
  Meinaði þýðir að banna.

 6. #6
  Join Date
  Dec 2005
  Location
  Reykjavík, Ísland
  Native language
  UK English
  Posts
  18,506

  Re: Icelandic: stuðlun í hversdagstali?

  Quote Originally Posted by NoMoreMrIceGuy View Post
  Meinaði þýðir að banna.
  Ahaha! Takk.
  Ég gleymdi þessari undantekningu.

Posting Permissions

 • You may not post new threads
 • You may not post replies
 • You may not post attachments
 • You may not edit your posts
 •