Icelandic: að láta gamminn geisa

Discussion in 'Nordic Languages' started by Alxmrphi, May 29, 2013.

 1. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Sælir aftur,

  Ég er að horfa á sjónvarpsþátt á ruv.is og fyrir undan myndbandsspilara stendur línan: Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn lætur gamminn geisa að viðstöddum áhorfendum í myndveri. Á eftir stutta leit komst ég hvorki að útskýringu né góðri þýðingu orðasambandsins. Mér er frekar augljóst hver merkingin er út af samhenginu; á að þýða að áhorfendurnir hlæja mikið, er það ekki? Mér sýndist vera svona skrýtið orðatiltæki að ég vildi spyrja ykkur hér fyrir forvitnissakir hvaðan það kom og hversu algent það er í nútímamáli.

  Að ykkar mati, væri þetta góð þýðing: The entertainer Ari Eldjárn has the studio audience in fits of laughter ... (?)

  Hef ég misskilið þýðingu orðatiltækisins?
  Takk fyrirfram.
   
 2. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Kallinge, Sweden
  Icelandic
  Að láta gamminn geisa þýðir: Að tala mikið og óheft.
   

Share This Page