Íslenska: Tilvísunartenging ( sem )

Discussion in 'Nordic Languages' started by sindridah, Nov 29, 2012.

 1. sindridah Senior Member

  Reykjavík
  Icelandic
  Hvaða fall tekur sem með sér?

  Ég sem manneskja/u
  Réttur minn sem kærasti/a og svo fram eftir götunum.....

  Einhverra hluta vegna er þetta að rugla mig verulega, verðið bara að afsaka fáfræði mína um þetta.


  Sælir!
   
 2. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Sælir!

  Ég held að það fari eftir því hvaða „hlutverk“ sem-liðurinn gegnir í setningunni:

  (a) Ég, sem kærasti, .... (frumlag - fall orðsins kærasti er hið sama og ég - svo nefnifall)
  (b) Þeir gáfu mér, sem kúnna þeirra, tveggja vikna passa ... (gaf mér -> gaf kúnna - þágufall)

  Réttur minn, sem kærasti, ... minn = nefnifall - svo kærasti (nefnifall)


  Núna er ég ekki viss en ég held að þetta sé rétt (kannski/sennilega ekki!!):

  Ég sagði við hann, sem fulltrúa þeirra, ... HANN er fulltrúi þeirra
  Ég sagði við hann, sem fulltrúi þeirra, ... ÉG er fulltrúi þeirra

  Ég lít á mig sem fulltrúa þeirra, ... "sem" vísar til "mig" og ekki "ég" hér, þó það sé sama manneskja - tekur þolfall.


  < My own guessplination >
  Sem er notað til að vísa til annars liðar í setningu og fall nafnliðar sem kemur á aftir sem er hið sama og nafnliðurinn sem er vísaður til.
  Þetta er hvernig það virkar í heilanum mínum og ef það er rangt vil ég líka útskyringu! :p
   
  Last edited: Nov 30, 2012
 3. sindridah Senior Member

  Reykjavík
  Icelandic
  Ok meinar, frumlagið stýrir þá fallinu
   
 4. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ég myndi nú segja að sögnin stýri falli en ég er bara vandlátur :p
  Ég veit að þú meinaðir nákvæmlega það!

  Nei, það er rétt hjá þér .. fallið er tengt frumlaginu (eða andlaginu), sem er stýrt af sögninni... Já, það er betra :)
   
  Last edited: Nov 30, 2012
 5. Gavril Senior Member

  English, USA
  Þetta tilvik vekur athygli mina. Ef ég skil rétt, þegar annar nafnliður er í eignarfalli, hinn nafnliður ætti einnig að vera í eignarfalli:

  Réttur Hrundar, sem framkvæmdastjóra [= eingarfall] fyrirtækisins ...


  Kannski er hægt að umorða þetta þannig:

  Réttur Hrundar, sem réttur framkvæmdastjóra ...

  Ég veit að þetta er (líklega) léleg íslenska, en kannski þessi umorðun hjálpar til að útskýra hvers vegna fallið annars nafnliðs (Hrundar) stýrir fallinu hins nafnliðs (framkvæmdastjóra).

  Hinsvegar ef lýsingarorð (t.d. "sinn") kæmi í staðinn fyrir nafnorðið "Hrundar", sama mynstur gildir ekki:

  :cross:Réttur sinn [nefnifall], sem réttur framkvæmdastjóri [nefnifall]


  Þess vegna mig grunar að, í dæminum með lýsingarorðin "sinn"/"minn"/o.s.frv., rétt sé heldur að nota eignarfallið:

  Réttur minn, sem (réttur) framkvæmdastjóra

  Eða kannski það er (tæknilega) ekki hægt að nota þesskonar setningu með "sinn"/"minn"/o.s.frv., því að i þessu tilfelli lýsingarorð getur ekki samsvarað nafnorði.

  Kannski hef ég rangt fyrir mér, en þetta mál fannst mér umræðuvert. :)
   
  Last edited: Nov 30, 2012

Share This Page

Loading...