Icelandic: á brattan að sækja

Discussion in 'Nordic Languages' started by Alxmrphi, Jul 21, 2013.

Tags:
 1. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Þetta er síðasta spurning dagsins - ég lofa því. Þýðir orðasambandið það er á brattann að sækja - to be (have) an uphill struggle? / still a long way to go o.s.frv?

  Ég sá þetta í bók sem ég var að lesa en því miður var það frekar samhengislaus notkun svo ég leitaði að því í Google og reyndi að ná góðri tilfillingu fyrir því og nú sýnist mér hafa gert það og þá vildi ég athuga með ykkur hvort ykkur finnist ég hafa fundið góða þýðingu eða ekki. Kannski væri erfitt að segja án þess að hafa ákveðið samhengi.

  Ég endurlas síðustu línunum og held að ég get sagt hvað gengur á í bókinni. Það eru öll hitametin að vera slegin í Svíþjóð og allir eru búnir að kvarta yfir veðrinu einhvern tíma í bókinni til þessa og ein manneskja er nýbúin að vakna og rithöfundur lýsir hversu heitt það er og hvernig henni líður með hliðsjón af hitastigi og þá skrifar hann „En það er á brattann að sækja“.

  „That is just the start“
  „This is only the beginning“
  „It’s only going to get worse from now / here on in“
  „There is still a long way to go“

  Þetta voru hlutirnir sem ég var að hugsa um. Haldiði að þessar þýðingar séu í (einhvers konar) samræmi við orðatiltækið á íslensku?

  Takk
   
 2. sindridah Senior Member

  Reykjavík
  Icelandic
  Á brattann að sækja merkir bara hvað á marr að segja, verkefni sem verður erfitt að leysa. Ég tengi þetta "svoldið" við íþróttir,
  þegar ísland er kannski undir í hálfleik gegn dönum 14-8 eða eitthvað svoleiðis, þá verður á brattann að sækja í seinni hálfleik.
   
 3. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Já ókei ;)
  "There is still a long way to go" / "uphill struggle ahead (to win)" would be the exact thing I'd say in that situation, too.
  A little bit different, but I expect you can use this expression in a few different situations but this totally makes sense as it fits.

  :thumbsup: takk
   
 4. Silver_Biscuit

  Silver_Biscuit Senior Member

  Reykjavík
  English - UK
  Það er mjög svipað orðatiltæki að finna í Mergi málsins:

  Eitthvað eins og "having one's work cut out".
   
 5. Segorian Senior Member

  Icelandic & Swedish
  Vitleysur er greinilega að finna í Mergi málsins eins og öðrum bókum. Orðasambandið eiga á brattan(n) að sækja kemur fyrir miklu fyrr en „á síðari hluta 20. aldar“. Richard Beck notaði það til dæmis í bréfi sem hann ritaði 1925 og birtist meðal annars í Sunnudagsblaðinu 10. janúar 1926. Nærri má geta hvort ekki hefur verið tekið þannig til orða í mæltu máli enn fyrr. Sú fullyrðing að líkingin sé „trúlega dregin af fjallgöngu“ er svo aðeins órökstudd tilgáta höfundar.
   

Share This Page

Loading...