Icelandic: það er völlur á þér

Discussion in 'Nordic Languages' started by Silver_Biscuit, Jul 16, 2013.

Tags:
 1. Silver_Biscuit

  Silver_Biscuit Senior Member

  Reykjavík
  English - UK
  Sæl,

  Hér er samræða milli unglingsstúlku og vinar hennar, fullorðins karlmanns. Þetta er úr bókinni Mávahlátri eftir Krístinu Marju Baldursdóttur. Ég á erfitt með að skilja nákvæmlega hvað Magnús á við þegar hann segir að það sé "völlur á Öggu".

  Á Snöru stendur:
  1. e-r fer mikinn, hefur mikil umsvif
  2. e-r er með yfirlæti, gort

  Ef eitthvað þá hlýtur það að vera önnur þessara skilgreininga en hún virðist ekki beint vera með yfirlæti. Hún er greinilega í uppnámi yfir þessari konu sem hefur komið frá Ameríku, reið kannski, en ég sé ekki að hún sé með yfirlæti... Gæti einhver útskýrt þetta eitthvað betur fyrir mig?

  Takk
   
  Last edited: Jul 16, 2013
 2. Silver_Biscuit

  Silver_Biscuit Senior Member

  Reykjavík
  English - UK
  Og flest dæmi sem ég finn á google virðast gefa til kynna að einhver er eyðslusamur eða eitthvað, sem hjálpar mér ekki neitt...
   
 3. Nemabrincar Member

  Icelandic


  Ég þekki þetta orðatiltæki ekki mjög vel en maður fær strax smá tilfinningu fyrir því hvað þetta þýðir út frá samhenginu. Ég spurði mömmu og hún þekkir það, segir að það sé oft notað í sambandi við fyrri skilgreininguna og peninga. En já, ég get svosem tengt þetta sem fer fram í samtalinu við yfirlæti. Mér finnst þetta gefa til kynna að Magnúsi finnist Agga bregðast óþarflega sterklega við konunni. Yfirlæti / Hroki / Stælar...
   
  Last edited: Jul 16, 2013
 4. Silver_Biscuit

  Silver_Biscuit Senior Member

  Reykjavík
  English - UK
  Takk! Held að ég sé búin að ná þessu núna :) Finnst þér þessi þýðing duga?

   
 5. Nemabrincar Member

  Icelandic


  Mér finnst þetta góð þýðing, sérstaklega því þú náðir kaldhæðninni :)
   

Share This Page

Loading...