Icelandic: þol-/þágufall kvenkyns nafnorða

Discussion in 'Nordic Languages' started by Gavril, Mar 1, 2013.

Tags:
 1. Gavril Senior Member

  English, USA
  Sæl,

  Eitthvað datt mér í hug um nafnið B1ævar Bj4rkardóttur (það er nógar Google-niðurstöður um hana nú þegar :)), sem ég hef ekki séð rætt um: samkvæmt vefsíðunni bin.arnastofnun.is, þolfallið þessa nafns er ekki (alveg) það sama og þágufallið.

  Fyrsti valkosturinn sem Árnastofnun gefur um þolfallið endar á -æ, en fyrsti valkosturinn um þágufallið endar á -ævi.

  Er þetta eina dæmið á íslensku um kvenkyns nafnorð þar sem þolfallið og þágufallið <eru ólík hvort öðru (í eintölu)>?

  Mér koma engin önnur dæmi með nafnorð í hug, þó augljóslega sést þessi munur í lýsingarorðum (þf. sterka, þgf. sterkri, o.s.frv.).

  Takk,
  Gavril
   
  Last edited by a moderator: Mar 2, 2013
 2. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Sæll Gavril,
  Fann þetta fyrir þig:
  Til glöggvunar.

  ATH: þó ... sjáist
   
  Last edited: Mar 1, 2013
 3. Gavril Senior Member

  English, USA
  Takk Alxmrphi,

  Skrítið að greinin sýnist hafa verið hlaðin upp 28.2 (stundir áður en ég gerði þennan þráð).

  Greinin segir að -v- hefur verið skotið inn í aukafallsmyndir (telst þolfall hér vera aukafall?), en hér er ég forvitinn um viðskeytið -i, sem (samkvæmt meðmælinu Árnastofnunar) kemur fram aðeins í þágufalli, ekki í þolfalli.

  Það væri áhugavert að vita hvort meðmælið Árnastofnunar samsvari algengri notkun, þ.e.a.s. hvort "Blæ" sé algengasta þolfallsmynd nafnsins í daglegu tali og "Blævi" algengasta þágufallsmynd.
   
  Last edited: Mar 1, 2013
 4. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ég las að það var dalur á Vestfjörðum sem heitir Blævardalur og þetta dæmi var notað til að sannfæra Mannanafnanefndina um gildi nafnsins sem kvenmannsnafn. Sú beyging var: Hér er Blær um Blæ frá Blævi til Blævar. Utan tilviksins eftir Laxness var þetta til í kvenkyni bara í örnöfnum og þessi beyging var sú eina sem Mannanafnanefnd samþykkti. Ég held að við getum ekki talað um hvor mynd sé algengari (kv.) úr því að þetta nafn er bara nýlega búið að vera skráð. Já, greinin er ný af nálinni!
   
 5. Gavril Senior Member

  English, USA
  Ég velti fyrir mér hvernig voru rökstudd kynið og beygingin orðliðsins Blævar- (í örnefninu Blævardalur), ef Blævar- kemur fyrir aðeins sem forliður í eignarfalli, a.m.k. í nútímaíslensku. Voru til mörg kvenkyns orð í forníslensku þar sem þol- og þágufallsmyndir voru ólíkar hvor annarri?

  Ég ætti að rannsaka þetta sjálfur; ég er bara að pæla upphátt.
   
  Last edited: Mar 3, 2013
 6. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Laxness notaði Blær sem kvenkynsorð og móðir Blævar hefur sagt að hún drægi nafnið hennar af einhverjum sem kom fyrir í einni sögu hans. Rökstuðning beygingarinnar kemur úr henni, svo að mér sé kunnugt. Ég myndi ekki segja að það var óalgengt að hafa ólíkar beygingar í kvenkynsnafnorðum í forníslensku en persónulega finnst mér þetta vera meira tengt við lýsingarorðsbeygingu kvenkynsnafnorðs (að hafa -i/-ar í þágufalli og eignarfalli). Þetta eru getgátur mínar. Ég er líka bara að pæla upphátt. Ég fann þetta á sænsku - virðist vera mjög sérkennilegt að þolfallsmynd og þágufallsmynd kvenkynsnafnorðs séu ólikar.
   
  Last edited: Mar 3, 2013

Share This Page

Loading...