Icelandic: "að þykjast (setningu)"

Discussion in 'Nordic Languages' started by KarenRei, Dec 22, 2012.

Tags:
 1. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Ég veit að það er rétt að segja, t.d.:

  "Ég er að þykjast vera veik." (I'm pretending that I'm sick).

  Og líka held að það sé rétt að segja, t.d.:

  "Ég er að þykjast batna." (I'm pretending to get better).

  En ég er ekki alveg viss um hvernig að segja "að þykjast (setningu)", t.d., "I'm pretending that she is sick." Væri það ekki í lagi að segja:

  "Ég er að þykjast að hún sé veik."

  ? Ég held að þessi setning sé ekki rétt vegna þess að "þykjast að hún" er sjaldgæf á Google:

  http://www.google.is/search?q="þykj......0.0...1c.1.cWHUuyhwyZI&oq="þykjast+að+hún"

  Ég er búin að spá í hvernig að segja þetta í réttan hátt en datt mér ekkert annað í hug.
   
  Last edited: Dec 22, 2012
 2. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  (Það sem ég er að reyna að þýða er eins og "I thought he was just pretending that it's not obvious that ...")
   
  Last edited: Dec 22, 2012
 3. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Það er alltaf góð hugmynd að reyna að leita með öðrum fornöfnum til að sjá hvort setningagerð sé góð og gild. Leit með þykjast að þú sýnir að setningarbygging er fín. ;)
  Samt sakar ekkert að athuga!

  Tiny tip: maður notar á + þolfall + hátt þegar átt er við háttaratviksorð / háttaratviksorðliður.
  Sögnin getur sest beint á eftir og (þegar það er frumlag) en það er ekki venjulegt að gera þetta með en. Frávik frá venjulegu reglunni (sögn í annarri stöðu) kemur fyrir bara með og. Ég veit ekki af hverju en það var líka reglan í forníslensku <yppir öxlum>.


  Related info.
   
  Last edited: Dec 22, 2012
 4. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Takk fyrir leiðréttingarnar :)

  Hmm.. þá af hverju er "þykjast að hún" svona sjaldgæft? "þykjast að hann" líka. Hmm, prófarðu að smella á síðu "4" fyrir neðan þegar að leita að "þykjast að þú". Það eru í alvöru bara 23 niðurstöður.N

  Nú, ef þú *veist* að "þykjast að þú" (eða hún, eða hann, eða hvað sem er) sé rétt þá þetta sé allt öðruvísi, ég treysti þér meira en google ;)
   
  Last edited: Dec 23, 2012
 5. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ég held að langalgengasta notkunin sé að nota framsöguháttinn á eftir þykjast að - þar sem frumlagið er þegar skilið. Að segja að maður þykist að einhver annar er + [eitthvað] er frekar sjaldgæft (finnst mér) og að sjá fjórar blaðsíður niðurstaðna væri nóg til þess að sannfæra mig um að það sé rétt notkun. Ég er samt ekki alveg viss og það er góð spurning. Ég er bara vanur því að sjá eins margar niðurstöður og þetta áður, kannski minni, til að láta í það skína að einhver setningagerð sé rétt.

  Látið heyra í ykkur los nativos! :p
   
 6. Merkurius Senior Member

  Icelandic
  ¡El nativo está aquí!
  Allavega! Mér finnst þetta ekki passa, þ.e.a.s. að nota sögnina „að þykjast“ í þessu dæmi. Betra þætti mér að nota „láta sem“ => „I'm pretending that she is sick“ => „Ég er að láta eins og hún sé veik“
  I thought he was just pretending that it's not obvious that ...“ => „Ég hélt að hann væri bara að láta eins og það væri ekki augljóst að..“
  Ef ég ætti að dæma þessa þýðingu:
  myndi ég ALLAN DAGINN gefa henni :thumbsdown:
  Viðbót:
  Það er eðlilegt að segja t.d. „Ég er að þykjast vera veikur“ eða „Hún er að þykjast vera veik“ en í fljótu bragði get ég ekki myndað setningu með „þykjast að..“
  E.s. Fyrst þið ætlið að skrifa á íslensku, viljið þið þá vera svo væn að nota réttar gæsalappir, ekki þessar ensku/alþjóðlegu!! Fyrst eru þær niðri („) og í lokin uppi (“).
   
  Last edited: Dec 23, 2012
 7. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Takk kærlega fyrir! Bara eitthvað til viðbótar:

  Með ánægju, ef þú vilt segja mér hvernig að rita þær með:

  1) Android „Scandinavian Keyboard“ smáforritinu.
  2) Venjulegum íslenskum lyklaborðum

  Ég veit bara hvernig að skrifa þær með ensku lyklaborðinu mínu! :)
   
 8. Merkurius Senior Member

  Icelandic
  Minnsta málið að svara þessu fyrir þig! :)

  E.s. Varðandi gæsalappirnar þá get ég sagt þér þetta:
  Apple:
  ör upp + 2 til að fá "
  en alt + ð til að fá „
  Windows:
  Alt 0132 til að fá „
  Alt 0147 til að fá “
   
  Last edited: Dec 23, 2012
 9. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Þvi miður nota ég Linux... þarf bara að reyna aftur að setja upp hún rétt. Ég vonaði að það væri auðvelt leið að gera þetta með lyklaborðinu.

  Held að ég leyst málið með Android: „Gæsalappir” :) Svolítið erfitt en það virkar.
   

Share This Page

Loading...