Icelandic: að koma fram við eitthvað

< Previous | Next >

Alxmrphi

Senior Member
UK English
Ég var að horfa á sjónvarpsþáttinn Bresti og það var sagt í viðtali, „MDMA er ekki hættulegt. Sem sagt, ef þú ferð með það að yfirlögðu ráði. Þú getur ekki komið fram við þetta eins og önnur fíkniefni.” Ég er ekki alveg viss hvað hann á við í síðustu setningu. Segir hann að það sé ekki hægt að gera nokkurs konar samanburð við önnur fíkniefni, t.d. það er annars eðlis og því óviðjafnanlegt, eða á hann við að menn hagi sér öðruvísi á því? Eða eitthvað algerlega annað?
 
 • Segorian

  Senior Member
  Icelandic & Swedish
  Þetta orðalag er venjulega notað um það hvaða viðmót maður sýnir öðru fólki. („Og svo var hún vingjarnleg við alla og þá sérstaklega West gamla og dóttur hans, sem hún kom fram við eins og hún væri eldri systir hennar.“) Hér er það hins vegar notað í merkingunni „að fara með“ en það er að mínu víti röng málnotkun. Betra væri: „Það er ekki hægt að fara með þetta eins og önnur fíkniefni.“

  Í setningunni á undan er sömuleiðis tvennt annað sem verður að teljast óeðlilegt mál: Orðalagið sem sagt er yfirleitt ekki notað á þennan hátt og ég hef aldrei séð að yfirlögðu ráði notað svona heldur. Ég giska á að átt sé við eitthvað á borð við þetta: „Það er að segja ef menn fara gætilega.“
   
  < Previous | Next >
  Top