Ég var að horfa á sjónvarpsþáttinn Bresti og það var sagt í viðtali, „MDMA er ekki hættulegt. Sem sagt, ef þú ferð með það að yfirlögðu ráði. Þú getur ekki komið fram við þetta eins og önnur fíkniefni.” Ég er ekki alveg viss hvað hann á við í síðustu setningu. Segir hann að það sé ekki hægt að gera nokkurs konar samanburð við önnur fíkniefni, t.d. það er annars eðlis og því óviðjafnanlegt, eða á hann við að menn hagi sér öðruvísi á því? Eða eitthvað algerlega annað?