Icelandic: allt fyrir gýg

Discussion in 'Nordic Languages' started by Alxmrphi, Dec 18, 2012.

Tags:
 1. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ég er að horfa á kvikmynd og það er atriði þar sem drottning talar við dóttur sína um að hvernig hún ætti að haga sér opinberlega og dótturinni er bara slétt sama. Drottning segir hana að hún eigi að tala hátt í salnum (svo að allir skiljast) annars er allt fyrir gýg og hún svarar mömmu sinni með því að endurtaka orðatakið: „Þetta er allt fyrir gýg“ af því að henni finnst allt þetta vera bara tímasóun. Ég er búinn að horfa á þessa kvikmynd á ítölsku og ég man eftir því hvað var sagt þar en ég hef ekki séð/heyrt þetta áður í íslensku. Ég bjóst við einhverju sem þýddi meira: „Þetta er (algjört) tilgangslaust“.

  Hef ég rangt fyrir mér að gera ráð fyrir því að að vera tilgangslaust og að vera allt fyrir gýg séu bara tveir ólíkir hlutir? Þetta er ekki almennur málsháttur, er það?
  Maybe being in vain does mean it's kind of pointless, so I guess I can see the connection. Oh well.

  Það væri hlegið að mér ef ég sagði þetta í vengjulegu samtali, er það ekki? :)
   
  Last edited: Dec 18, 2012
 2. sindridah Senior Member

  Reykjavík
  Icelandic
  Já þetta eru eiginlega sömu hlutirnir, að vinna fyrir gýg er eiginlega bara vinna sem hefur klúðrast og er orðinn óþörf eða eitthvað í þá áttina, ætli "að vera tilgangslaust" lýsi þessu ekki bara best ;D
   
 3. Merkurius Senior Member

  Icelandic
  Alveg rétt hjá ykkur. Held að tilgangslaust sé besta orðið til að lýsa „Gýg“ og eins og sindridah tekur fyrir þá er málshátturinn: „vinna e-ð fyrir gýg (gíg)“.

  En til eru heimildir frá 18. öld sem segja til um að það hafi verið notað „vera fyrir gýg“. Og taldi m.a. Jón Þorkelsson að gýgur þýddi „skessa“ og að orðtakið „vinna e-ð fyrir gýg“ þýddi í raun „að vinna fyrir tröllkonu“. Og vil ég að lokum vitna í Halldór Halldórsson sem segir svo:
  Heimild: Halldór Halldórsson. Íslenzkt orðtakasafn (1993). Reykjavík, Almenna Bókafélagið.
   

Share This Page

Loading...