Icelandic: bara allir/alltaf/etc.

Discussion in 'Nordic Languages' started by Gavril, Dec 22, 2012.

Tags:
 1. Gavril Senior Member

  English, USA
  Sæl,

  Ég hef séð setningar eins og

  Bara allir tóku þátt í atburðinum.

  Hefur þú bara aldrei notað snjallsíma?


  Mér virðist að bara er hér notað til að leggja áherslu á orðin með al- (allir, alltaf, o.s.frv.), og önnur orðin (t.d. heill) með svipaða merkingu -- er þetta rétt hjá mér?

  Er bara með aðra merkingu en áherslu í þess konar samhengjunum?

  Takk
   
  Last edited: Dec 22, 2012
 2. Merkurius Senior Member

  Icelandic
  Sæl/l Gavril!

  Þetta hef ég bara aldrei heyrt né séð áður. Réttara væri að nota „Það voru bara allir sem tóku þátt í atburðnum.“ En samt er það smá skrítið fyrir mér. Þetta er mun meira notað í talmáli heldur en ritmáli!

  Þetta er eins og áður gott og gilt í talmáli, en sjaldséð í ritmáli.

  Ég myndi ekki segja að „bara“ hefði það hlutverk að leggja áherslu á orðin með -al. Þetta er frekar til að draga úr áherslunni. Þetta er kannski sagt af þeim sem er hneykslaður út í hinn eða er hissa!
  Þegar ég heyri þetta þá ímynda ég mér tvo starfsmenn í kaffipásu sem eru að tala saman og annar heldur á sígarettunni og segir „hefur þú bara aldrei notað snjallsíma?“.

  Gæti verið að aðrir séu ósammála mér en þetta er mín tilfinning.
  Bestu kveðjur,
  -M-
   
 3. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Tek undir orð Merkurius.

  Gleðilega hátíð allir.
   
 4. Gavril Senior Member

  English, USA
  Hvað meinar þú með "út í hinn"? Ég get ekki séð hvaða orð er vísað til með "hinn". :eek:

  Hvað merkir "bara alltaf/aldrei/..." þegar notað er með staðhæfingu? T.d. hver væri munur á að segja

  Ég fer bara alltaf á þetta kaffihús
  og
  Ég fer alltaf á þetta kaffihús

  ?

  Takk aftur
   
 5. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Hinn=Hinn aðilinn í samtalinu.

  Ég fer bara alltaf á þetta kaffihús (Þarna dregur þetta úr vægi 'alltaf' eða gefur í skyn að þetta séu ýkjur)
  og
  Ég fer alltaf á þetta kaffihús (Þarna er þetta föst staðhæfing. Annað hvort gefurðu í skyn að þú sért ítrekað að fara á kaffihúsið með því að leggja áherslu á 'alltaf' eða að þú farir einungis á þetta tiltekna kaffihús með því að leggja áherslu á 'þetta')

  Dæmi:
  Segjum að ég þekki mann sem er vinnualki. Ég hitti hann í nokkur skifti á skömmum tíma og það hittir svo á að hann er í fríi í hverju þeirra. Þá gæti ég ranglega sagt við hann: "Þú ert alltaf í fríi" en ég vissi að það væri ekki satt því að fyrir utan þessi fáu tilfelli er hann alltaf að vinna. Þá get ég sagt: "Þú ert bara alltaf í fríi" og það myndi gefa í skyn að ég væri að tala á léttu nótunum.
   
 6. Gavril Senior Member

  English, USA
  Takk NMMIG, þetta var mjög hjálplegt.
   

Share This Page

Loading...