Icelandic: bil, bilstafur, stafabil

Discussion in 'Nordic Languages' started by Gavril, Feb 4, 2013.

Tags:
 1. Gavril Senior Member

  English, USA
  Góðan mánudag,

  Er merkingarmunur á milli bils, bilstafs og staf(a)bils, eins og notuð eru í vélritun, prentun o.s.frv.?

  Á netinu sá ég setningu sem virtist mér gefa í skyn nokkurn mismun á milli þessara orð, en á þessu andartaki get ég ekki fundið vefsíðuna sem inniheldur þessa setningu.

  Einnig er ég forvitinn, er það rétt að segja stafabil eða stafbil?

  Takk kærlega
   
 2. sindridah Senior Member

  Reykjavík
  Icelandic
  Nei það er enginn munur á þessu, en bilstafs er ekki orð, eða það er að segja það er einmitt bil ;) á milli þessara orða. Til dæmis hversu stórt á bil stafs að vera? Stafabil og bil eru bara legit orð um þetta bil á milli stafa. Vona að þetta hjálpi eitthvað;D
   
 3. kepulauan Senior Member

  Reykjavík
  Icelandic
  Ég veit ekki hversu gamalt þetta orð er eða hvort það hafi eitthvað með ritvélar/prentun að gera, en á tölvuöld myndi ég skilja bilstafur sem "space character", þ.e. staf, merki eða kóða sem merkir ákveðna tegund af bili (milli orða). En þar sem ég er að sjá þetta orð í fyrsta skipti er ekki mikið mark hafandi á mér.

  Það er hins vegar munur á bili og stafabili. Bil er bara einfaldlega bil (oftast milli orða), en stafabil er ákveðin stilling sem segir til um breidd milli allra stafa í texta (bæði innan orða og á milli), s.s. "character spacing".
   
 4. Gavril Senior Member

  English, USA
  Takk Sindridah og Pollodia. :)
   

Share This Page

Loading...