Icelandic: bregða á það ráð (því...)

Discussion in 'Nordic Languages' started by Alxmrphi, May 29, 2013.

Tags:
 1. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Sælir,

  Ég var að lesa þessa fréttagrein og sá þessa fyrirsögn (hún kemur ekki fyrir svona í greininni en frá aðalsíðunni stendur svona):

  Ég gat ekki fundið þýðingu í orðabókum en Google Translate stakk upp á 'resorted to' og í greinni stendur: Breska lögreglan hefur tekið upp á því að handtaka fólk... svo ég held þetta sé rétt. Mér finnst gagnlegt að afbyggja orðasambönd þegar maður rekst á þau og þess vegna vildi ég athuga hvort ég hefði skilið rökin sem eru á bak við þetta orðasamband. Mér sýnist frekar auðvelt að halda að bregða í þessu samhengi þýði hreyfa snöggt og á það ráð er forsetningarliður (sem lýsir hvað það er grundvallað á) þar sem það er ábendingarfornafn í þolfalli í hvorugkyni eintölu og þá komum við að þessu ráði. Ég er ekki viss um að það þýði vit eða yfirráð eða ráðlegging; kannski eitthvað algjörlega öðruvísi.

  Hver hefur gaman af því að útskýra mér þetta? ;):)
  Takk
   
 2. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Það er einu því ofaukið þarna. En 'resorted to' hljómar spot on.
   
 3. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ég hélt það en út af þessu setti ég það innan sviga í titlinum. Það stendur þó þar í fyrirsögn en ég er nú orðinn vanur því að búast við slæmu málfari í fréttamiðlum.
  Gaman að fá staðfest að það er ofaukið.

  En.... hver er merking orðsins ráð í þessu tilviki?
  Það skiptir mig máli af því að ég vil ekki reyna að nota það í framtíðinni ef ég skil ekki blæbrigðin nákvæmlega. Þýði það yfirráð hljómi ég skrýtið að segja að ég resorted to eitthvað út af því að ég komst að einhverju þegar í rauninni merkir þetta ekki vit og yfirráð kemur ekki til greina í því samhengi.

  Basically, I'm wondering whether it's decipherable more as 'moved quickly [reacted to] (on learning about...)' or 'moved quickly [reacted to] (with authority....)' or neither?

  Takk aftur :)
   
  Last edited: May 29, 2013
 4. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Ráð=Solution

  Literally: Resorted to the solution of

  Sjá einnig: Hann hefur ráð undir rifi hverju. He has a solution for everything. (Literally: A solution under each rib.)
   
 5. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  'Solution', aha. :thumbsup::thumbsup:

  Þessi margræðu orð eru stundum erfið að glíma við! :eek:
  Takktakktakk.
   
  Last edited: May 29, 2013
 6. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Ráðið brá á það ráð að ráða einhvern sem myndi ráða við að ráða hann af dögum. :D

  The council, solution, hiring, manage, kill. Yep, it can mean a lot.
   

Share This Page

Loading...