Icelandic: dálkahöfundur / pistlahöfundur

Discussion in 'Nordic Languages' started by Alxmrphi, Jun 7, 2013.

Tags:
 1. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Í gær rakst ég á orðið dálkahöfundur og var augljóst hvað það merkti en ég var ekki viss um að það væri nokkur munur á milli þess og annars orðsins pistlahöfundur sem í reynslu minni er frekar algengara en hitt. Gerir einhver sem skrifar pistla meiri op-ed tegund skriftar en dálkahöfundar sem eru bara vengulegir columnists á ensku eða er til nokkur munur á þeim sem ég er ekki búinn að sjá? Ég efast um það en ávallt leikur þessi svekkjandi vafi á því í mínum huga að orðin þýði ekki það sama þegar mér hefur sýnst að tvö orð séu skilgreind með sömu þýðingu á ensku.

  Takk.
   
 2. Nemabrincar Member

  Icelandic
  Samkvæmt orðsifjabók hefur pistill sama uppruna og epistle í ensku en ég hugsa einfaldlega um það sem sama og grein. Jafnvel stutta grein. Hinsvegar er dálkur ekki tegund af texta heldur form á texta (physical appearance). Semsagt column, mjó og löng textaræma. Ég held að skilgreiningin sé oft mjög óljós þegar fólk skrifar í blöð. Stundum kallar fólk stuttar greinar dálka, stundum pistla. En kannski er einhver hér sem hefur meiri þekkingu á blaðamennsku en ég og getur svarað betur.
   
 3. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ef það er óljós að þínu mati hver munurinn er á þeim þá er spurningunni eiginlega svarað, held ég.
  Takk!
   

Share This Page

Loading...