Icelandic: eiga fótum fjör að launa(við að komast undan e-u)

Discussion in 'Nordic Languages' started by Alxmrphi, Jan 7, 2013.

Tags:
 1. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Sælir,

  Ég er að leita góðrar útskýringar orðatiltækisins 'að eiga fótum fjör að launa (við að komast undan e-u)'. Ég veit að rekja má rætur sínar til forníslensku (t.d 'komask á hlaupi undan ok áttu fótum fjǫr at launa' úr Eddukvæðunum). Því held ég að þetta sé málvenjubundið frekar en alveg skiljanlegt íslenskumælendum (með því að lesa/skilja einstöku hlutina), er það ekki? Ég fann „þýðingu“ sem sjálf var skrifuð á milli gæsalappa: "They got away by running and had to 'make the heels save the head'" (úr þessari bók). Þetta leiðir mig til að halda að hérna snúist merkingu orðsins fjör um þá merkingu í norrænu, sem var líf.

  Væri rétt að umorða þetta (yfir í endurnýjað mál) svona: "have their feet to thank (for life)"?
  Það var fyrirsögn í dag á fésinu sem vísaði til þessarar fréttagreinar og þar stóð: Fólk átti fótum sínum fjör að launa þegar flugeldarnir sprungu.
  Þetta virkar í íslensku af því að þetta er málvenjubundið orðatiltæki en ég á erfitt með að túlka þetta í ensku án þess að nota eitthvað sem mér virðist eitthvað bjánalegt. Ég held að rithöfundur sem skrifaði þá bók sem ég vísaði til áðan hefði líka átt erfitt með að þýða þetta.

  Nokkur dæmi: #1 (bls. 16), #2, #3, #4, #5, #6.

  Hefur einhver aðra/betri hugmynd um hvernig á að túlka þetta betra en: 'They have their feet to thank when the fireworks went off' ?

  Takk.
   
  Last edited: Jan 8, 2013
 2. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Fjör getur einnig þýtt hreyfing eða kippur sbr. fjörfiskur (twitch) en ég held að það sé frekar átt við líf í þessu samhengi. Að launa parturinn þýðir að maður sé í skuld við fæturnar. Kannski hægt að troða 'indebted to' inn í þetta ef þig langar að beinþýða þetta.

  Einnig: góðrar útskýringar eða að góðri útskýringu á
   
 3. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  :cool: Takk.
   

Share This Page

Loading...