Icelandic: eins og af tómum kvikindisskap

Discussion in 'Nordic Languages' started by Alxmrphi, Nov 22, 2012.

Tags:
 1. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Það er kona sem vinnur við móttöku stórs fyrirtækis og lýsingin af henni er alls ekki góð. Henni er lýst eins og einhver sem er frekar ókurteis við kúnnana og margir eru búnir að kvarta undan henni en af einhverri ástæðu er ekki hægt að reka hana. Lýsingin heldur áfram:
  Þetta er nú bara ekki bókstafleg þýðing en vonandi náist merkingunni vel:

  She was also regularly angry at everything and everyone. As if that wasn't enough - like some cruel irony - her parents had named her Bella.

  Ég vil bara benda fólki á að cruel hér í cruel irony er öðruvísi en ef það hefði verið notað á óháðan hátt. Það er meira 'very ironic (given how her personality turned out)'.
  Tókst mér að ná inntakinu?

  Takk!
   
  Last edited: Nov 22, 2012
 2. Merkurius Senior Member

  Icelandic
  1) Iðulega (iðurleg er fornmál, skv. stafsetningarorðabókinni góðu og ég myndi allan daginn nota iðulega frekar)
  2) Tókst mér að ná inntakinu?
  3) eins og af tómum kvikindisskap => er í raun eins og að segja „eins og af EINtómum kvikindisskap“
  Í raun voru þau frekar leiðinleg (e. nasty) að skíra hana þetta. Svolítið eins og að vera kvikindi og vera leiðinlegur.
   
 3. BjornH New Member

  Stockholm
  Icelandic
  Svo má benda á að það er til frægt lag sem heitir "Bella símamær",sem fjallar um konu sem vann á símaskiptiborðinu (þegar símkerfið var handvirkt) og hét Bella.

  Þetta var því vissulega frekar óheppilegt nafn, en ástæðan gæti týnst í þýðingunni.
   

Share This Page

Loading...