Icelandic: fjölvi

Discussion in 'Nordic Languages' started by Gavril, Jan 21, 2013.

Tags:
 1. Gavril Senior Member

  English, USA
  Sæl Íslendingar og önnur,

  Samkvæmt orðabókunum sem ég hef skoðað, orðið fjölvi þýðir aðeins "macro" (tölvuskipun).

  Samt velti ég fyrir mér hvort þetta orð sé með aðrar (kannski úreltar) merkingar. Það er (eða var) bókaútgáfa nefnd Fjölvi (beygður eins og nafnorðið "fjölvi") sem var stofnuð á miðjum sjötta áratugnum*, en ég veit ekki hvort tölvufræðilegt hugtakið "fjölvi" væri til á þeim tímum, eða a.m.k. hvort það væri víða þekkt.

  Vitið þið af annarri merkingu á orðinu "fjölvi" en hinni tölvufræðilegu?

  Takk!

  *Ég fann auglýsingu fyrir bókaútgáfuna Fjölvi í Morgunblaðinu 11.12.66, sem lýsir henni sem "nýstofnuð".
   
  Last edited: Jan 21, 2013
 2. Segorian Senior Member

  Icelandic & Swedish
  Orðið fjölvi hefur ábyggilega enga aðra merkingu en „macro“. Þegar það var búið til (einhvern tíma upp úr 1980) hafa menn annaðhvort látið eins og bókaútgáfan Fjölvi væri ekki til eða þeim hefur ekki þótt það skipta máli.

  Annað dæmi af svipuðu tagi er orðið gjörvi („processor“) sem er fyrst og fremst þekkt í samsetta orðinu örgjörvi. Eftir að það hafði verið smíðað (um sama leyti og fjölvi) kom í ljós að til var fyrirtæki með nafninu Gjörvi sem starfað hafði um nokkurra ára skeið.
   
 3. Gavril Senior Member

  English, USA
  Takk fyrir svarið, Segorian!

  Varðandi fyrirtækið Fjölvi, finnst þér að nafnið hafi (upprunalega) þýtt eitthvað svipað og nafnorðið fjölvi? Ég er ekki viss um hvernig fjölvi (macro) eða Fjölvi væri smíðað / valið en ég get ímyndað að bæði hafi e-hv með hugtök "fullur" eða "fela" að gera.
   
  Last edited: Feb 1, 2014
 4. Segorian Senior Member

  Icelandic & Swedish
  Ekki hef ég hugmynd um hvernig Fjölva-útgáfan fékk það heiti; þó má nefna að nafnið Fjölvar er nefnt í Hárbarðsljóði. Orðið fjölvi („macro“) er ábyggilega myndað af orðliðnum fjöl- með vísan til þess að fjölvi stendur fyrir runu setninga eða skipana.
   

Share This Page

Loading...