Icelandic: gagnsæ staðanöfn

Discussion in 'Nordic Languages' started by Gavril, Feb 6, 2013.

Tags:
 1. Gavril Senior Member

  English, USA
  Sælir sérfræðingar :)

  Á öðru spjallborði erum við að ræða um hversu "gagnsæ" staðanöfnin eru í ýmsum þjóðum/tungumálum. Það sýnist vera nokkuð algengt að t.d. ensku- og spánskumælendur hugsi ekki mikið um hvað merkja staðanöfnin þeirra, jafnvel þegar nafn inniheldur alveg skiljanlega orðliði. T.d. spánska staðanafnið Torremolinos felur í ser algeng orðin torre- "turn" og molinos "myllur", en flestir mælendur (sem svöruðu þessum þræði) sögðu að þeir þekkja yfirleitt ekki merkinguna þessa nafns þegar þeir sjá/heyra það.

  Í nútímaensku eru mjög fá skiljanleg staðanöfn (í Englandi eða öðrum enskumælandi löndum); það sama gildir um stóran fjölda (kannski meirihluta) af spánskum staðanöfnum. Ég velti fyrir mér hvort þetta ástand leiði til þess að jafnvel staðanöfnin sem samanstanda af skiljanlegum orðliðum (eins og Torremolinos í spánsku) séu ekki oft skiljanleg sem heild fyrir mælendurna.

  Ef þetta er rétt, Ísland væri undantekning frá þessu mynstri, því að flest íslensk staðanöfn (kannski 100% þeirra) samanstanda af skiljanlegum íslenskum orðum (Ísafjörður = ís + fjörður, Akranes = akur + nes, Vestmannaeyjar = vestur + maður + ey, o.s.frv.).

  Þegar þið (íslenskumælendur) heyrið/lesið staðanafn, eins og t.d. Hvannadalur eða Skinnalón, skilið þið einnig samtímis merkingu orðliðanna (hvanna-, skinna-, o.s.frv.) sem nafnið samanstendur af? Eða eru mörg/flest staðanöfn "bara nöfn", þ.e.a.s. þið skiljið þau ekki sundur í hluta?

  Einnig, þegar þið sjáið sjáldgæfan orðlið, sem kannski þekkið þið ekki, í staðanafni -- t.d. "Fnjósk-" í nafninu Fnjóská -- gerið þið yfirleitt ráð fyrir að þessi orðliður ætti að merkja eitthvað á íslensku, þ.e.a.s. að merkingin orðliðsins sé að finna í orðabók?

  (Ég veit að ekki allir mælendur "upplifa" tungumálið sitt á sama háttinn; augljóslega gæti verið mörg svör til þessarar spurningar.)

  Takk og góðan miðvikudag,
  Gavril
   
  Last edited: Feb 7, 2013
 2. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Öll orð í íslensku, og þá sérstaklega margsamsett orð, bera það með sér að 'þýða' eitthvað. Ég veit það ekki í svipinn hvað Hvannadalur (Hvönn+dalur?) eða Skinnadalur (???+dalur) þýða en ég veit að það er merking í hverjum lið sem þau samstanda af. Sama með orð sem eru dottin úr almennri notkun eins og tildæmis Fnjósk. Ef einhver myndi benda mér á bæ á Íslandi sem hann kallaði Blúbbíblúbb myndi ég vita að það væri bullorð en ef það væri bull staðarheiti (td. Kerfisstöng) úr alvöru orðum myndi ég reyna að skynja það út frá hverjum lið. Ég myndi ekki skilja afhverju staðurinn væri nefnur þetta en ég myndi skilja hvaða orðum hann er nefndur eftir.
   
 3. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Er skinna- ekki frá "skinn" (skin/hide)? T.d., kannski voru til selir í Skinnalóni?

  Ég get ekki túlkað hvanna- nema sem hvönn/angelica.
   
  Last edited: Feb 8, 2013

Share This Page

Loading...