Icelandic: gefa af mér...góðu vön...sama hvað...hjarta stað

Discussion in 'Nordic Languages' started by KarenRei, Jan 9, 2013.

Tags:
 1. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Víst er að stjórnandi eyddi þræðinum mínum sem var að biðja um hjálp, þar sem ég var að reyna að skilja textann lags, og ég get bara giskað á ástæðuna. Leitt að segja var ég ennþá að reyna að læra þegar hann var eyddur. Þannig reyni ég að umorða hvern hluta þess (frá efninu til meginhlutanum) og vona að nýja tilraunin sé túlkuð sem samkvæm.

  Síðast lagði ég inn textann lagsins (Út að heimsenda) og tengil til þess að gefa samhengi. Í þetta skipi skrifa ég engin samhengi ef þetta væri vandamálið, og skrifa bara setningarnar til umræðu, og einnig sýni af hverju þau passar ekki (beint) á ensku til pess að sýna af hverju ég þarf að fá hjálp að þýða þær. Vonandi þetta sé nóg:

  * „Ætlaði að gefa af mér en þú varst of góðu vön“: Orðrétt: "I planned to contribute but you were too good used-to".
  * „Það er sama hvað“: Orðrétt: "It's same what"
  * „Svo eignist ég þér í hjarta stað“: Orðrétt: "So have I you in heart place" eða "So acquire I you in heart place". Betri en ennþá ekki rétt: "So I have/aquire you in a heart place".

  Það voru svör en ég man þau ekki :(
   
  Last edited: Jan 9, 2013
 2. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ég póstaði eitthvað í gær en ég er ekki viss hvort þú sæir það eða ekki. Þræðinum þínum hlýtur að vera eytt út af hlekknum sem vísaði til YT og út af því að það voru meira en fjórar línur texta úr laginu (Regla #4). Ég sagði:„Það sem hann vill gefa henni (t.d. í sambandi) nægir ekki af því að hún er vön því að hafa meira/hafa það betra, held ég." NMMIG sagði að „Það er sama hvað“ þýddi: It doesn't matter what og „Svo eignist ég þér í hjarta stað“ væri: So I could acquire a place in your heart (þgf. þér er notað hér til að gefa í skyn eign*). Það er ekki augljóst af því að orðskipun er oft umsnúin í þessu lagi.

  Það er hvað sem ég man úr öðrum þræðinum svo ég vona að það hjálpi.

  *Þetta kemur fyrir af og til en mest þegar forsetningarnar á / í eru notaðar (venjulega á frekar en í) og sérstaklega þegar um eru að ræða líkamshluti. Því er „þér í hjarta stað gott dæmi um þetta (í + líkamshluti).
   
  Last edited: Jan 9, 2013
 3. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  1) Þá... "of góðu vön" þýðir "of vön góðum hlutum"? Eða kannski "vön of góðum hlutum"? Er "of góðu vön" daglegt tal eða bara skáldamál? Er það algengt að nota lýsingarorð (góður) svona sem nafnorð og til að skrifa það fyrir framan aðallýsingarorðið (vön)? T.d., gæti ég skrifað, "Það er hættulegu óskylt" til að segja "Það er óskylt hættulegum hlutum"?

  2) Ég tel að "Það er sama hvað" er bara orðtak til að leggja á minnið. Ég dat í hug að kannski þýðir "sama" á "indifferent" herna (eins og "mér er sama") en það passar ekki vel vegna þess að "pað" er ekki þágufall.

  3) Þetta sýnist mér skrýtið ("svo eignist ég þér í hjarta stað"). Fyrst, það stendir "eignist ég þér". "Acquire you". Þótt þessi túlkun passi líka ekki vel vegna þess að yfirlett tekur eignast þolfall (ekki satt?). Þá stendur það "í hjarta stað" - orðrétt, "in (a) heart place". Þ.e.a.s., "in a place", ekki "a place in". Eða á ég að túlka þetta sem "(í hjarta) stað" - þ.e.a.s., "stað í hjarta"? Ef já þá ég skil ekki ennþá af hverju "þér" er svona í setningunni. Þú sagðir, "þér er notað hér til að gefa í skyn eign". Er það einskonar regla fyrir þetta? Ég er ekki vön því að sja þágufall að gefa í skyn eign. Ég er vön því að sja... jæja... eignarfall. ;)
   
  Last edited: Jan 9, 2013
 4. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Í því lagi eru önnur dæmi um umsnúðin orðröð, t.d. Myndirðu [eftir mér] [bíða] og svo koll af kolli. Þetta er víst ekki daglegt tál! :p Mér sýnist vera skáldamál.
  Það er frekar algengt að nota lýsingarorð í hvorugkyni sem nafnorð, t.d. „Það er ýmislegt að gera í miðbænum“ (ýmislegir hlutir), já.
  Ég veit ekki hvað þú meinar með [óskylt hættulegum hlutum] - 'unconnected to dangerous things' ?

  Það þarf ekki að vera í þágufalli í þessu samhengi því um er að ræða gervifrumlag. (It doesn't matter what [it is] (you're looking for), I'll never be what you're looking for)
  (Það er sama hvað, (ég) verð alrdrei það sem þú leitar að)
  Já, alveg rétt hjá þér. Sögnin 'eignast' tekur með sér þolfall. Í þessu tilviki er þér ekki andlag sagnarinnar. Hérna þýðir þetta 'your' (sjá hvað ég skrifaði í #2) og orðaröð er umsnúin. ("Svo eignast ég stað í þér hjarta"). Sérðu hvernig þetta breytist? ("So I'll get a place in your heart.")

  Edit: Varðandi fleiri upplýsingar: þú getur lesið meira hérna (bl. 15). Næstum því alltaf er rangt að taka forsetningu út úr forsetningaliðnum til að breyta orðaröð setningarinnar en ef þú lest 3.1.3 (Færsla þágufalls út úr forsetningarlið) inní ritinu þá sérðu að þetta kemur fyrir af og til (í dæmum eins og hér). Þetta er ekki venjulegt og er frekar sérstakt atriði í íslenskri málfræði.
   
  Last edited: Jan 9, 2013
 5. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Ahhh... held að ég skilji allt þetta, takk :)

  Jebb.
   

Share This Page

Loading...