Icelandic: How to put this?

Gavril

Senior Member
English, USA
Sæl,

Á ensku heyrist stundum “How to put this?” þegar um er að ræða eitthvað sem er mjög auðvelt að skýra, en sem finnst (að hyggju þess sem talar) vera of viðkvæmt og/eða vandræðalegt til að segja beint.

T.d.:


Fljótasti kappakstursökumaðurinn sem ég hef alltaf séð var eflaust hann Sævar Sumarliðason frá Vallanesi. Hann varð þó aldrei vel þekktur á svæðinu sínu. Vandamálið var að hann ... er, how to put this? ... hann var ekki vanur að biðja eigendurna bifreiðanna um leyfi til að aka þær.


Hvernig mynduð þið íslenska enska hlutann hér að ofan?
(Og hvernig gæti ég bætt aðra hluta þessara setninga?)

Takk
 
 • Rafeind

  Member
  Icelandic - Iceland
  Ég er ekki viss um að það sé nokkurt eitt fast orðasamband fyrir þetta í íslensku. Í setningunni þinni myndi ég mæla með „hvernig er best að orða þetta“, „hvernig ætti ég að orða þetta“, „hvað skal segja“ eða einfaldlega hika nota eitthvað á borð við „tja“ eða „æ, þú veist“. Ég persónulega myndi sennilega nota „tja“.

  Aðrar leiðréttingar:
  Fljótasti kappakstursökumaðurinn kappakstursmaðurinn sem ég hef alltaf nokkurn tíma séð var eflaust/vafalaust hann Sævar Sumarliðason frá Vallanesi. Hann varð þó aldrei vel þekktur á svæðinu sínu. Vandamálið var að hann ... er, how to put this? hvernig á ég að orða þetta? ... hann var ekki vanur að biðja eigendurna eigendur bifreiðanna um leyfi til að aka þær þeim.

  Það er kappakstursmaður en ekki kappakstursökumaður þar sem þá væri tvítekning á akstri í orðinu. Og þó svo slíkt komi fyrir (t.d. borðstofuborð) þá er eftir því sem ég best veit alltaf einhver annar orðliður á milli í slíkum tilfellum.
  „Alltaf séð“ hljómar eins og þú hafir hann stöðugt fyrir augum, ef þú (eins og ég geri ráð fyrir) átt frekar við að þú hafir aldrei séð neinn annan betri, þá þarftu að nota „nokkurn tíma séð“.
  „Vafalaust“ hljómar sterkara en „eflaust“, en þessi breyting er ekki nauðsynleg.
  Þegar nafnorð stendur á undan öðru nafnorði í eignarfalli (og eignarfallið stjórnast ekki af öðrum orðum í setningunni) þá er fyrra orðið ekki með greini.
  Sögnin að aka tekur þágufall. Sögnin að keyra tekur þolfall. Ég hef ekki græna glóru af hverju það er munur þar á.
   
  Top