Icelandic: Hvernig bíl áttu?

Discussion in 'Nordic Languages' started by KarenRei, Nov 23, 2012.

Tags:
 1. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Einfald spurning, en ein sem ég var mjög hissa að heyra og skil alls ekki. Ég vissi ekki að maður getur notað orðið "hvernig" í svona setningu, eins og hvaða eða hvers konar. Ég fletti upp orðið "hvernig" í tveimur orðabókum en báðar stóðu bara "how". Auðvitað passar "how car do you have?" ekki vel!

  Er þetta einskonar stytting?
   
  Last edited: Nov 23, 2012
 2. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Auðvitað ætti maður að nota hvers konar í staðinn en það er mjög algengt að heyra fólk segja þetta. Veit ekki alveg hvort þetta sé málfarsvilla eða bara það að orðið sé yfirgripsmeira á íslensku en ensku.

  Til samanburðar:

  Hvernig líður þér? How do you feel? <-- Þetta segir sig sjálft
  Hvernig er sólin á litinn? What color is the sun? <-- Úpps, hérna ætti maður kannski að segja 'Hvaða litur er á sólinni' en maður heyrir hitt eiginlega alltaf.

  Edit:
  Var að láta mér detta eitt í hug. Kannski er þetta spurning um hvernig málin túlka skynjun. Maður segir á ensku: How does this taste? (Hvernig er þetta á bragðið?). Þess vegna er þetta kannski eins með aðra skynjun á íslensku (sjón).
   
  Last edited: Nov 23, 2012
 3. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Hmm, áhugavert. Takk :)
   
 4. Hjalti Member

  Icelandic
  Karen, ég held að "hvernig" sé miklu algengara heldur en "hvers konar" í setningum eins og "Hvernig bíl áttu?"
   
 5. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Takk, hjalti. Þá er það líka algengara að segja, t.d., "hvernig súpa er þetta" heldur en "hvers konar súpa er þetta" eða svona? Hvað um orðið "hvaða", er það algengt eins og "hvernig" í svona samhengi eða sjaldgæft eins og "hvers konar"?
   
 6. BjornH New Member

  Stockholm
  Icelandic
  Þetta finnst mér nefnilega mjög þægilegt við íslenskuna, eftir að hafa bögglast við að læra sænsku.

  Í íslensku er hægt að segja "hvernig bíl áttu?" og þá þarf maður ekki endilega að vita hvaða tegundir koma til greina. Ef möguleg svör eru mjög takmörkuð (ef t.d. bara 3 tegundir koma til greina) þá segði maður frekar "hvaða bíl átt þú?"

  Í Sænsku og Ensku þarf maður hinsvegar að fara lengri leiðina t.d. "What kind of car do you have?" þó að óformlega komist maður upp með að segja eitthvað styttra. Í þessum málum er ekki með góðu móti hægt að stytta sér leið, nema valkostirnir séu takmarkaðir sbr. að ofan.
   
 7. KarenRei Senior Member

  Kópavogur
  American English
  Takk : )
   

Share This Page

Loading...