Icelandic: -ingur / -(l/n)ingur

Discussion in 'Nordic Languages' started by Gavril, Apr 26, 2013.

Tags:
 1. Gavril Senior Member

  English, USA
  Sæl,

  Í þræðinum um viðskeytið -ingi var vakið máls á viðskeytin -ingur og -lingur. Ég gerði mér þá grein fyrir því að viðskeytið -ingur veldur oft/yfirleitt hljóðvarpi á fyrra sérhljóði – útland > útlendingur, hnúður > hnýðingur, o.s.frv.en hinsvegar sýnast viðskeytin -lingur og -ningur ekki valda því: einstakur > einstaklingur, strákur > stráklingur, ; styðja ~ stuðningur, gleðja ~ glaðningur, o.s.frv.

  Er til hljóðfræðilegt mynstur á íslensku þar sem viðskeyti sem byrja á samhljóði og frammæltu sérhljóði (-lingur/-ningur/o.s.frv.) valdi ekki yfirleitt hljóðvarpi?

  (Helstu undantekningar sem detta mér í hug núna eru miðstigsmyndir tiltekinna lýsingarorða -- stór ~ stærri, fár ~ færri o.s.frv. -- en hér held ég að hljóðvarpið stafi ekki af sérhljóðinu -i, heldur af öðru, nú horfinu sérhljóði.)

  Eða, eru til sögulegar ástæður þess að -lingur/-ningur virki ekki einmitt eins og -ingur?

  Takk,
  Gavril
   
  Last edited: Apr 27, 2013
 2. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Hey,

  I'm doing a quick reply in English because I have about five minutes before I am supposed to be somewhere and just wanted to point out some things really quickly.
  With the examples styðja and gleðja you've sort of put them in an order which implies the nominal form is derived from the verbal and therefore has a different vowel when in fact it was the augmentative j-suffix in these verbs which caused the vowel shift (from nouns/adjectives which had earlier unshifted forms). The noun forms are either earlier or elsewhere derived if not the original root which was taken for derivation. There are typical vowels which undergo I-shift and [a] isn't in that considered to be in that class (barring a minuscule amount of exceptions). I wouldn't therefore say it's a surprise that 'einstaklingur' doesn't have an I-shift and it's normal that accented vowels do (to explain hnýðingur etc.)

  It's odd and I think dependent on when the forms came into existence but maybe someone has tried to put a phonological rule in place to explain what's going on. I will check tomorrow and post back, but just wanted to clear those main points up first. Sometimes I think it is just idiosyncratic like with menntskælingur and other neologisms.

  I hope to be more informative tomorrow!
   
 3. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Viðskeytið -ingur veldur oftast i-hljóðvarpi (B-víxli) þegar búin eru til ný orð með afleiðslu þótt tilteknar undantekningar séu til sem sýna ekki þetta víxl . Saga þessa n-innskots er frekar flókin en talið er að það komi úr vitlausri greiningu stofns og endingar (yfirfærsla stofnsamhljóðsins til viðskeytis eins og ’r-ænn’ í nútímaíslensku). Þetta er svipað þróuninni -nesk- / -esk- víxl þar sem þetta n kom líka úr vitlausri greiningu stofns og endingar einhvern tíma í íslenskri málsögu. Athyglisvert er að benda á það að -esk- veldur yfirleitt i-hljóðvarpi í stofnsérhljóðum þegar viðskeytinu er bætt við á önnur orð en það skortar á orðum sem hafa þetta -nesk- svo við getum séð önnur samhengi þar sem þessi hluti, sem á þær sömu sögulegu rætur, veldur ekki hljóðvarpi og úr þessu gætum við (kannski) dregið þá ályktun að það sé virkt í því að hamla þetta hjlóðvíxl í dæmunum sem þú nefndir. Ég er bara að hugsa upphátt en ekki er ég að fullyrða að það sé svona.

  Á hinn boginn getur verið eitthvað eins og að nefhljóð og nálgunarhljóð blokka þessa aðferð... ég er ekki viss.
  Verð að rannsóka þetta betur þegar ég hef tíma til þess.
   
  Last edited: Apr 28, 2013

Share This Page

Loading...