Icelandic: none of that (expression)

Gavril

Senior Member
English, USA
Í ensku er orðatiltækið "None of that" notað þegar (m.a.) einhver reynir að fara kringum reglurnar á nokkurn hátt (eða sýnist svo gera) og önnur manneskja vill leggja áherslu á að hann/hún hefur enga þolinmæði fyrir slíkt. (Til samanburðar felur í sér svipaða orðatiltækið “Don't give me that” ekkert frekar óþolinmæði.)

Hvernig mætti segja þetta á íslensku í t.d. þessu samhengi?


Gjaldkeri: Tveir tyggjópakkar og þrír dósir kirsuberjagos ... 500 kr, takk fyrir.

Maður: Sko ... væri það kannski hægt að ég gyldi þetta eftir fjórum dögum? Sjáðu til, ætlað er að á fimmtudaginn komi inn skip á Grundartanga með peningum úr --

Gjaldkeri: OK, none of that!! Þú greiðir núna eða þú fer burt tómhentur!


Sagðu mér einnig ef/hvernig hægt er að færa setningarnar hér fyrir ofan betur í lag.

Takk
 
Last edited:
 • klandri

  Member
  Icelandic
  Þú getur notað "Ekkert svona" eða "Ekkert svoleiðis".

  Annars má laga þessar setningar umtalsvert.

  Í ensku er orðatiltækið "None of that" notað þegar (m.a.) einhver reynir að fara kringum reglurnar á nokkurn hátt (eða virðist gera það) og önnur manneskja vill leggja áherslu á að hann/hún hafi enga þolinmæði fyrir slíkt. (Til samanburðar felur svipaða orðatiltækið “Don't give me that” ekki nauðsynlega í sér óþolinmæði.)

  Ég var ekki viss um hvað þú varst að reyna að segja í setningunum í svigunum en í öllu falli voru þær mjög bjagaðar. Að nota viðtengingarháttinn fyrir hefur þ.a. setningin noti hafi telst betri íslenska, sérstaklega í skrifmáli, en hvoru tveggja heyrist.

  Gjaldkeri: Tveir tyggjópakkar og þrjár dósir kirsuberjagos ... 500 kr, takk fyrir.

  Dós er kvenkynsorð og talan verður því líka að vera í kvenkyni.

  Maður: Sko ... væri það kannski hægt að ég greiddi þetta eftir fjóra daga? Sjáðu til, á fimmtudaginn á að koma skip á Grundartanga með pening frá --

  Að gjalda tekur þolfall en ekki þágufall. En hér myndirðu nota greiða eða borga þar sem gjalda er almennt helst notað fyrir verk eða skuldir. Ef þú segir ætlað er þá ertu að gefa í skyn að búist sé við því án þess að nokkur viti það fyrir víst eða að það sé hægt að hafa það yfir allan vafa. Eins og "Ætlað er að jörðin sé 4,5 milljarða ára gömul". Þú vilt væntanlega segja að skipið komi á fimmtudaginn skv. dagskrá og þá viltu orða þetta svona. Oft er eðlilegra að tala um peninga í eintölu þegar þú talar um stórar fjárhæðir. Og þú vilt nota þolfall hér en ekki eignarfall því annars ertu að gefa í skyn að peningarnir og skipið komi saman en ekki að peningarnir séu um borð í skipinu. Til dæmis ferðu út með hundinn þinn en þú verð út með vini þínum. Svo viltu almennt nota frá talir þú um staðsetningu.

  Gjaldkeri: Ekkert svona! Þú greiðir núna eða þú ferð burt tómhentur!

  Fara er ferð í annarri persónu.

  Sagðu mér einnig ef/hvernig hægt væri að færa setningarnar hér fyrir ofan betur í lag.

  Þar sem þú notar ef og gefur í skyn möguleika á að ekki sé hægt að færa þær í lag viltu nota viðtengingarhátt.
   

  Gavril

  Senior Member
  English, USA
  Ég var ekki viss um hvað þú varst að reyna að segja í setningunum í svigunum en í öllu falli voru þær mjög bjagaðar.

  sýnist svo gera = virðist gera það (eins og þú skrifaðir)

  Í annarri setningunni reyndi ég að segja

  "Orðatiltækið 'Don't give me that', sem er svipað og 'None of that', felur þó ekki nauðsýnlega í sér óþolinmæði."

  Takk aftur
   
  Last edited:
  Top