Icelandic: og hvørra høfundar eckért ávinna vid

Discussion in 'Nordic Languages' started by Silver_Biscuit, Feb 7, 2013.

Tags:
 1. Silver_Biscuit

  Silver_Biscuit Senior Member

  Reykjavík
  English - UK
  Sælt fólk,

  Meira gamaldags íslenska fyrir ykkur. Djöfull hvað þetta er erfitt að lesa hvað þá þýða. Jæja, það sem ég á erfitt við í þetta skipti er "og hvørra høfundar eckért ávinna vid". Ég bara botna ekkert í því og væri gott að fá smá aðstoð hér...

  Hér er Halldór að skrifa um nokkuð skilyrði góðra þýðingar / góðs þýðanda og það fjórða er:
  Eins og þið sjáið ég er ekki einu sinni búin að klára fyrstu "grófu" þýðinguna. En ég skal sýna ykkur hana eins og hún stendur þó ég viti að hún er frekar léleg:
  Ég myndi giska á "and neither author benefits from", en ég gæti trúað að ég sé alveg út í hött hér. Hjálp!

  Takk
   
 2. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Byrta sérsinni sitt = Show one's quirkiness/eccentricity. (Right?)

  No idea about the main question though, I'm just glad I don't have to translate it! :D
   
 3. Gavril Senior Member

  English, USA
  hvørra eckért = "none of either" = "neither (of these two)", er það ekki?

  Ég á erfiðara með að skilja sagnliðinn ávinna við. Í nútímaíslensku ávinna þýðir "acquire" en ég get ekki fundið orðasambandið ávinna við í orðabókunum sem ég hef skoðað.

  Bara af forvitni, af hverju notar höfundurinn stafinn ø í "hvør", "hvørra" o.s.frv.? Vöru þessi orð oft borið fram sem "hvör", "hvörra" o.s.frv. á þeim tímum?
   
  Last edited: Feb 8, 2013
 4. Merkurius Senior Member

  Icelandic
  Komiði heil og sæl öll með tölu!
  I. Silver_Biscuit
  Satt best að segja veit ég ekki 100% þetta á að þýða en ég myndi halda „og hefur hvorugur höfundanna nokkuð/ekkert að gera við“ þ.e.a.s. þeir munu ekki nota þetta/þeir afa ekkert við þetta að gera.

  II.Alxmrphi
  Ég myndi halda það!

  III. Gavril
  A)
  Sammála þér, hægt að þýða sem „hvorugur“
  B)
  Þetta er ekki notað nú til dags, þ.e.a.s. „ávinna við“. Ég myndi halda að þetta þýðir að „þeir ávinna ekkert af þessu“ eða hafa ekkert við þetta að gera.
  C)
  Ég veit ekki hvenær þetta verk er ritað en ég myndi halda að þetta væri á þeim tíma sem Danir voru yfir okkur (1380–1944) og þá gæti þetta verið tengt breytingum úr dönskunni „hvor“ í íslensku „hver“ og þá myndi myndast „hvoer“ eða „hvör“ en danska ö-ið er ø.

  ATH! Þetta eru allt vangaveltur og ég get ekki staðhægt eitt né neitt!
   
 5. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Öðruvísi stafsetning er eitt stærsta einkenni Laxness.
  Hann gerði greinarmun á milli beggja sérhljóða (miklar upptökur af honum eru til).
  Framburður hans af hv- er ólíkt allmenna framburðinum nú til dags, en ekki sérhljóðin.

  (Fyrsta lesningin: innan fyrstu þriggja mínuta - Maður getur heyrt að hann gerir greinarmun á milli þeirra).
   
  Last edited: Feb 8, 2013
 6. Gavril Senior Member

  English, USA
  Sæll Merkurius,  En samsvarar hvørra hér orðinu "hverra" eða orðinu "hvorra"?

  Ef það samsvarar "hvorra" (sem var ágískun mín í færslu #3), það getur vísað hér til þeirra tveggja "slæmra afleiðinga" sem höfundurinn nefndi áður: 1) "úreldtra orda-tiltækja", og 2) "þvílíkra, sem aldrei hafa brúkad verid".

  Ef þetta er rétt, höfundurinn segir að höfundar ávinna við ekkert þessara tveggja.
   
  Last edited: Feb 8, 2013

Share This Page

Loading...