Icelandic: orðliður

Discussion in 'Nordic Languages' started by Gavril, Dec 28, 2012.

Tags:
 1. Gavril Senior Member

  English, USA
  Sæl,

  Ef ég skil rétt, "orðliður" á við orð sem notað er sem hluti stærra orðs: t.d., í orðinu hnúfubakur bæði hnúfa ("hnúður") og bak eru notuð sem orðliðir.

  Ég er þá með nokkrar spurningar:

  1) Getur "orðliður" átt við myndan sem er ekki til sem sérstakt orð? T.d., í orðinu hnýðingur, væri hægt að kalla viðskeytið -ing(ur) "orðliður"? Eða, í orðinu glorhungraður, gæti glor- verið kallað "orðliður"?

  2) Er hægt að nota "orðliður" aðeins þegar rætt er um samsetningu tveggja (eða meira) orða (hnúfubakur, beinagrind, o.s.frv.)? T.d., í orðinu hnýðingur væri rétt að nota heitið "orðliður" um fyrsti liðinn hnýð- (< hnúður)?

  3) Getur "orðliður" átt einnig við samband sérstakra orða, þ.e.a.s. getur "orðliður" verið heiti sem nær yfir nafnlið, sagnlið, atvikslið o.s.frv.?

  (Á ensku notum við orðið "phrase" (t.d. verb phrase, noun phrase, adverbial phrase) um þessi sambönd orða. Mér virðist þó að orðið "phrase" samsvari ekki íslensku orðinu "liður" í þessu samhengi, þó það gæti litið svo út, ef lagt er út af dæmum eins og nafnliður, sagnliður, og svipuðum.)


  Takk fyrir tímann ykkar :)
   
  Last edited: Dec 28, 2012
 2. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ég skil ekki hvað þú ert að spyrja hérna sorrý :eek:.
  [Edit]: Aha, ég held að ég skilji núna hvað þú áttir við. Svarið mitt væri nei við þessu spurningu (ég talaði um þetta fyrir neðan*).
  Uhm. Ég veit ekki hvort þetta er alveg rétt að segja. "Orðliður" / "forliður" / "viðskeyti" *snúast um orðmyndun og eru ákveðnari á meðan nafnliður er notaður um eitthvað öðruvísi þar sem rétt væri að segja phrase á ensku. Hvað orðin forliður / orðliður varðar myndi ég segja að þýðingin eigi að vera element (of a word) en ekki phrase eins væri notað til að þýða nafnlið / sagnlið o.s.frv.

  Gjafakort = tveir orðliðir (einn forliður og eitt aðalorð) [exists at the word level]
  [Rauða gjafakortið sem ég gaf henni] = nafnliður [exists at the phrase level]
   
  Last edited: Dec 28, 2012
 3. Gavril Senior Member

  English, USA
  Ég hef enga orðsifjabók við höndina, en mér virðist að "liður" merki það sama í orðliður og nafnliður. Í orðliði, "liður" er hluti af orðinu; í nafnliði/sagnliði/o.s.frv., "liður" merkir hluta af setningunni.

  Þ.e.a.s. nafnliður er hluti setningar sem hefir nafnorð sem höfuð, sagnliður er hluti sem hefir sögn sem höfuð, o.s.frv.
   
 4. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Já, það er rétt. :)
  Þýðingarnar yfir á ensku væru ekki eins en á íslensku er merkingin eins í öllum orðum.
   
  Last edited: Dec 28, 2012

Share This Page

Loading...