Icelandic: segir + þolfall/segja að

Tazzler

Senior Member
American English
Sæl,

Hvor setningin væri eðlilegri? Hver er munurinn á þeim?

1) Hann segir að hún sé veik.
2) Hann segir hana (vera- er þetta orð ónauðsynlegt?) veika.

Ég er búinn að velta þessari spurningu fyrir mér í langan tíma en nennti ekki að spyrja.

Talk fyrir ábendingarnar.
 
 • DrJacoby

  New Member
  Sæl/l,

  Báðar setningarnar eru málfræðilega réttar.

  Mér finnst að setning #1 sé eðlilegri í talmáli, en setning #2 eðlilegri í ritmáli. Sagnorðinu "vera" má sleppa í #2, en það er samt ekki vitlaust að hafa það.

  Kannski getur einhver sem á íslensku sem móðurmál útskýrt betur.
   

  Tazzler

  Senior Member
  American English
  Sæl/l,

  Báðar setningarnar eru málfræðilega réttar.

  Mér finnst að setning #1 sé eðlilegri í talmáli, en setning #2 eðlilegri í ritmáli. Sagnorðinu "vera" má sleppa í #2, en það er samt ekki vitlaust að hafa það.

  Kannski getur einhver sem á íslensku sem móðurmál útskýrt betur.
  Takk fyrir útskýringuna þína. Danke ;)
   

  Segorian

  Senior Member
  Icelandic & Swedish
  1) Hann segir að hún sé veik.
  2) Hann segir hana (vera- er þetta orð ónauðsynlegt?) veika.
  Setning 1) er venjulegasta orðalagið bæði í talmáli og ritmáli. Setning 2) er eingöngu ritmál. Það er formlega rétt að hafa nafnháttinn „vera“ með (accusativus cum infinitivo) en hann er oft óþarfur og það verður í mörgum tilvikum að teljast betra mál að sleppa honum.

  Tilvitnunin hér fyrir neðan er úr grein sem birtist í Fréttablaðinu 13. október 2012. Ef setningin hefði verið „Þorgerður segir hana vera vonda en ekki alslæma“ þá hefði ég sem prófarkalesari strikað orðið „vera“ út.
  Sumir gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar hafa kallað hana þá verstu í Íslandssögunni. Þorgerður segir hana vonda en ekki alslæma.
   
  Top