Icelandic: skrípamynd / skopmynd

Discussion in 'Nordic Languages' started by Alxmrphi, Jul 21, 2013.

Tags:
 1. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Sæl aftur,

  Hver er munurinn á milli orðanna skopmynd og skrípamynd?
  Tákna bæði einhvers konar afmyndun útlits fólks eða er eitt bara teiknimynd sem lítur venjulega út (en er bara „teiknivædd“) og hitt er líkt “Halldór Dagsins“ í Fréttablaðinu (sjá)? Eða geta bæði orð verið notuð til að merkja þess konar mynd?

  Takk.
   
 2. Silver_Biscuit

  Silver_Biscuit Senior Member

  Reykjavík
  English - UK
  Frá Snöru:

  skop: "háð, meinleg gamansemi, spott" / "fyndni, spaug"
  skopmynd: "mynd sem sýnir e-ð afskræmt á skoplegan hátt, dregur fram broslegar hliðar e-s"
  skrípi: "ófreskja, afskræmi" / "skopleg persóna, fífl"
  skrípamynd: "skopmynd, ýkjumynd, (teikning)" / "ófreskja, forynja"

  Þannig að það er greinilega skörun, en hvorki er "bara teiknimynd". Bæði tákna einskonar afmyndun sem á að vera fyndið, en ef munur er til finnst mér skrípamynd vera kannski líklegra til að merkja mynd sem er meira árás heldur en bara grín... en ég fæ það bara á tilfinningu með því að skoða skilgreiningarnar.
   
 3. sindridah Senior Member

  Reykjavík
  Icelandic
  Mín besta tilraun myndi vera að skopmynd sé teikningar af fólki í þeim tilgangi að gera
  grín af því en skrípamynd bara af öllu eða eitthvað í áttina, skop þýðir grín eða spaug og skrípa, ég er ekki klár,
  skrípa getur verið í ansi mörgum orðum, skrípalæti, skrípamynd, skrípaleikur og svo fram eftir götunum.
   
 4. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Ég væri að ljúga ef ég sagðist hafa það alveg á hreinu en júvist voru athugasemdir ykkar gagnlegar!
  Ég held að ég skilji núna hvað skopmynd merkir er en það leikur ennþá nokkur vafi á þessu orði skrípamynd.
   
 5. Nemabrincar Member

  Icelandic
  Mér dettur "caricature" í hug þegar ég heyri orðið "skrípamynd". Á meðan að skopmynd væri meira eins og Halldór Dagsins, að gera grín að einhverri manneskju eða einhverjum aðstæðum.
   
 6. Silver_Biscuit

  Silver_Biscuit Senior Member

  Reykjavík
  English - UK
  Það sem Halldór gerir er samt einmitt eitthvað sem væri kallað caricature á ensku.

  Edit: Nema þegar það er ekki fólk í myndinni - caricature verður að vera mynd af fólki.
   
 7. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Ég samþykki þetta.

  Þessi skopmynd málar upp hálfgerða skrípamynd af mér.
   
 8. Alxmrphi Senior Member

  Reykjavík, Ísland
  UK English
  Og hérna værirðu að nota skrípamynd á neikvæðan(-ari) hátt?
   
  Last edited: Jul 21, 2013
 9. sindridah Senior Member

  Reykjavík
  Icelandic
  Caricature er "nautla" bara bein þýðing á orðinu skopmynd
   
 10. Nemabrincar Member

  Icelandic
  Eins og ég skil "caricature" þá er það ekki endilega notað til að gera grín að nokkrum hlut, heldur til að draga fram og sýna einhverja eiginleika manneskju með því að ýkja þá. En "skopmynd" snýst um grín.

  As I understand "caricature", it's not necessarily used to make fun of anything, but rather to draw out and show some qualities or attributes of a person by exaggerating them. But the point of "skopmynd" is to make fun.
   
 11. NoMoreMrIceGuy Senior Member

  Það var mín tilfinning líka. Svona eins og götulistamenn teikna af fólki eða framhaldskólanemendur fá af sér við útskrift.

  @Alex: Já. Þetta væri í neikvæðari kantinum en orðið þarf ekki endilega að vera það, (þó svo að ég myndi haldi að það væri frekari raunin).
   
 12. Silver_Biscuit

  Silver_Biscuit Senior Member

  Reykjavík
  English - UK
  Yep, this is basically true that caricature is not necessarily explicitly humorous (although I think there is always an element of ridicule in such pictures, be it viciously meant or just playful, and very often caricature IS explicitly meant to be funny). I only meant to point out that the word caricature in English is particularly used for when such a drawing style addresses political or topical subjects, as Halldór does, so I'd be wary of drawing a line that puts caricature on the other side from this. I'd actually translate both Icelandic words as caricature, so I think probably this is just a case of Icelandic having two words where we have one word that covers both meanings. You explained the difference between the Icelandic words perfectly, though :)
   
 13. Nemabrincar Member

  Icelandic
  Jámm ég skil, var bara að missa mig svolítið í skilgreiningum x)
   

Share This Page

Loading...