Icelandic: that so

Gavril

Senior Member
English, USA
Orðatiltækið "That so" er (upprúnalega) stytting af "Is that so?", og er notað í a.m.k. tvenns konar samhengjum:

1)
Strákur: Pabbi, við hurðina var maður frá orkufyrirtækinu – hann sagði að hann verður að slökkva raforkuna okkar ef þú gefur mér ekki fimm ausa af sukkulaðirjómaís í hádegismat.

Faðir: That so ...

Hér gefur “That so” í skyn að faðirinn trúir ekki því sem strákurinn sagði, og hefur engan áhuga á að "spila með" að hann trýði því.


2)
Dóttir: Mamma, ég skil ekki af hverju þú neitar að kaupa mér smáhest fyrir afmælið mitt!! Hún Ásta Mey fekk kembu fyrir afmælið sitt, og Oddrún fekk tvo páfagauka!

Móðir: That so ...

Hér segir móðirin “That so” því að orðin dótturinnar (þó þau væru alveg trúverðug) skipta ekki máli.


Hvernig mynduð þið íslenska feitletruðu setningarnar, og hvernig gæti ég öðruvísi bætt þessar setningar og þessa færslu?

Takk
 
 • Segorian

  Senior Member
  Icelandic & Swedish
  Orðatiltækið "That so" er (upprunalega) stytting af á "Is that so?", og er notað í a.m.k. tvenns konar samhengijum:
  • Orðið samhengi er ekki notað í fleirtölu.

  1)
  Strákur: Pabbi, við hurðina dyrnar var maður frá orkufyrirtækinu – hann sagði að hann verður yrði slökkva raforkuna okkar loka fyrir rafmagnið hjá okkur ef þú gefur mér ekki fimm ausa skeiðar af súkkulaðirjómaís í hádegismat.
  • Nauðsynlegt er að gera greinarmun á dyrum og hurð. Inngönguop í hús eða aðra byggingu er kallað dyr, en hlerinn sem notaður er til að loka dyrunum heitir hurð. (Þetta er með öðrum orðum munurinn á „doorway“ og „door panel“.)
  • Á eftir segja að verður að koma viðtengingarháttur.
  • Raforka eins og hún er seld til heimila er nær alltaf kölluð rafmagn. Við segjum t.d. Rafmagnið er farið! eða Það var rafmagnslaust í gær, en aldrei *Raforkan er farin eða *Það var raforkulaust í gær.
  • Ausa er „ladle“, þ.e. áhald sem er notað til að skammta súpu og annan mat í fljótandi formi. Ís er venjulega skammtaður með skeið—t.d. ísskeið—en aldrei ausu.

  Faðir: That so ...

  Hér gefur er gefið í skyn með orðunum “That so” í skyn að faðirinn trúir trúi ekki því sem strákurinn sagði, og hefur hafi engan áhuga á að "spila með" að hann trýði trúi því.
  • Orðalagið að gefa í skyn þarf að jafnaði að taka með sér frumlag sem vísar til geranda af holdi og blóði.
  • Einnig hér þarf það sem á eftir kemur að vera í viðtengingarhætti.

  2)
  Dóttir: Mamma, ég skil ekki af hverju þú neitar að kaupa mér smáhest fyrir afmælið mitt handa mér í afmælisgjöf!! Hún Ásta Mey fekk fékk kembu fyrir afmælið sitt í afmælisgjöf, og Oddrún fekk fékk tvo páfagauka!
  • Það er svolítið sérkennilegt, en á íslensku er sagt Ég kaupi mér (eitthvað)—og þar með líka Hann/hún kaupir sér (eitthvað)—en næstum aldrei Ég kaupi þér eða Ég kaupi honum/henni (eitthvað). Slíkt orðalag er ekki rangt, en það er mjög sjaldan notað.
  • Orðalagið fyrir afmælið mitt er að vísu rétt íslenska, en það hefur ekki sömu merkingu og „for my birthday“ á ensku. Fyrir afmælið mitt þýðir „áður en afmælið mitt kemur“ eða „til að undirbúa afmælið mitt“. Dæmi: Ég ætla að vera búin(n) að léttast um 5 kg fyrir afmælið mitt. Ég er vön að baka fyrir afmælið mitt.
  • Það er rétt að eðlur af ættkvíslinni Iguana hafa verið kallaðar kembur á íslensku (heitið græneðla er líka til), en fáir þekkja þær undir þessu nafni vegna þess að innflutningur skriðdýra er bannaður á Íslandi, og þess vegna gefast fá tækifæri til að nefna þau í daglegu tali. Íslendingar eru líklegri til að þekkja erlenda heitið.

  Móðir: That so ...

  Hér segir móðirin “That so” því að orðin dótturinnar (þó þau væru alveg þótt trúverðug kunni að vera) skipta ekki máli.


  Hvernig mynduð þið íslenska feitletruðu setningarnar, og hvernig gæti ég öðruvísi bætt þessar setningar og þessa færslu?

  Hér verður að finna það sem best á við í hverju tilviki. (Orðalagið Er það svo? er til, en er lítið notað í talmáli og væri ankannalegt í þessum dæmum.) Svar föðurins gæti verið Er það satt? (gefur til kynna efa og svolitla kaldhæðni) og svar móðurinnar gæti verið Þú segir ekki! (viðurkennir það sem sagt er, en ekki að það breyti nokkru).
   

  Gavril

  Senior Member
  English, USA
  • Nauðsynlegt er að gera greinarmun á dyrum og hurð. Inngönguop í hús eða aðra byggingu er kallað dyr, en hlerinn sem notaður er til að loka dyrunum heitir hurð. (Þetta er með öðrum orðum munurinn á „doorway“ og „door panel“.)

  OK, takk. Ég hef einnig heyrt "door-valve" notað í þessari merkingu (hurð).

  • Ausa er „ladle“, þ.e. áhald sem er notað til að skammta súpu og annan mat í fljótandi formi. Ís er venjulega skammtaður með skeið—t.d. ísskeið—en aldrei ausu.

  Þegar ég skrifaði þetta hafði ég orðið scoop í hug, en af einhverri ástæðu stóð ausa fyrir þessa merkingu í orðabókinni.

  Á ensku (a.m.k. í Bandaríkjunum) þýðir scoop/scooper áhaldið sem oftast er notað til að bera rjómaís (eða ehv svipað) frá ílátinu í skálinn, brauðformið, eða annað.

  Þó scoop(er) getur verið af mismunandi stærðum (stórt/smátt/o.s.frv.) er það yfirleitt dýpra en spoon.

  Felur skeið bæði þessi hugtakin ("spoon" og "scoop") í sér?


  • Það er rétt að eðlur af ættkvíslinni Iguana hafa verið kallaðar kembur á íslensku (heitið græneðla er líka til), en fáir þekkja þær undir þessu nafni vegna þess að innflutningur skriðdýra er bannaður á Íslandi, og þess vegna gefast fá tækifæri til að nefna þau í daglegu tali. Íslendingar eru líklegri til að þekkja erlenda heitið.

  Áhugavert. Eru reglurnar ekki svo strangar varðandi fugla eins og páfagauka o.s.frv.?
   

  Rafeind

  Member
  Icelandic - Iceland
  Scoop er í þessu samhengi best þýtt sem ísskeið. Þær eru dýpri en venjulegar skeiðar, til að gera það mögulegt að búa til kúlur. Hins vegar nota flestir bara venjulegar matskeiðar til að skammta ís heima hjá sér (eða hníf ef um heimatilbúinn jólaís er að ræða). Þegar leitað er að scoop á netinu koma upp myndir af hlutum sem ég myndi kalla skeiðar (mikið til ísskeiðar) en einnig af hlutum sem ég myndi kalla skóflur. Engar af ausum samt.
   

  Segorian

  Senior Member
  Icelandic & Swedish
  Þegar ég skrifaði þetta hafði ég orðið scoop í hug, en af einhverri ástæðu stóð ausa fyrir þessa merkingu í orðabókinni.

  Á ensku (a.m.k. í Bandaríkjunum) þýðir scoop/scooper áhaldið sem oftast er notað til að bera rjómaís (eða ehv svipað) frá ílátinu í skálinn, brauðformið, eða annað.

  Þó scoop(er) getur verið af mismunandi stærðum (stórt/smátt/o.s.frv.) er það yfirleitt dýpra en spoon.

  Felur skeið bæði þessi hugtakin ("spoon" og "scoop") í sér?

  Ég giska á að orðið ausa hafi verið notað í orðabókinni einfaldlega vegna þess að betra orð vantaði. Þau áhöld sem ég þekki undir nafninu scoop væru aldrei kölluð „ausa“ á íslensku, og ice cream scoop er sem sagt „ísskeið“ (myndaleit á Google sýnir þetta vel). Eins og Rafeind bendir á er líklegra að við myndum kalla scoop „skóflu“ en „ausu“. Það orð á samt ekki heldur við í öllum tilvikum, en ég hef heyrt fólk tala um „hveitiskóflu“ svo dæmi sé tekið.

  (Í Reykjavík er til ísbúðin Skúbb. Nafnið er gamansöm vísun í orðið scoop.)

  Áhugavert. Eru reglurnar ekki svo strangar varðandi fugla eins og páfagauka o.s.frv.?

  Reglurnar eru fremur strangar. Meginreglan er að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður, en undantekningar eru gerðar vegna vissra tegunda gæludýra. Þannig er heimilt—með ýmsum skilyrðum um heilbrigðis- og upprunavottorð, einangrun fyrstu vikurnar eftir komu til landsins o.fl.—að flytja inn ketti, búrfugla, skrautfiska, vatnadýr, nagdýr og hunda (þó ekki t.d. American Pit Bull Terrier).
   
  Top