Icelandic: well, I'll be

Gavril

Senior Member
English, USA
Enska orðatiltækið "Well, I'll be!" er notað á a.m.k. tvo hætti:


1.
nokkuð gamaldags/kjánalegur háttur til þess að tjá undrun:

Well, I'll be! Ég setti þríhjólið mitt fyrir útan sætindaverslunina og fór inn, en nú þegar ég hef komið tilbaka sýnist það hafa rúllað burt einhvert!


2.
notað þegar aðra manneskju undrar um eitthvað, en hín manneskja heldur ekki að það sé rétt að vera undrandi:

Maður 1: Trúir þú, að sölumaðurinn hafnaði öll greiðslukortin mín, þó ég er með engar skuldir!

Maður 2: Well, I'll be. Það mætti halda að það væri ekki hægt að fá nýjan íþróttabíl upp á krít þegar lánsféhæfismatið þitt er aðeins tíu þúsund króna ...


Hvernig ætti að íslenska bláa hlutana hér fyrir ofan?

(Aðrar leiðréttingar/bötnanir o.s.frv.)

Takk
 
 • Segorian

  Senior Member
  Icelandic & Swedish
  Enska orðatiltækið "Well, I'll be!" er notað á a.m.k. tvo hættitvennan hátt:

  1.
  nokkuð gamaldags/kjánalegur háttur leið til þess að tjá undrun:

  Nú er ég standandi forviða! Ég setti skildi þríhjólið mitt eftir fyrir úutan sætindasælgætisverslunina og fór inn, en nú þegar ég hef komið tilbaka er kominn aftur sýnist virðist það hafa rúllað eitthvað burt einhvert!

  2.
  notað þegar aðra eina manneskju undrar um eitthvað, en hín annarri manneskjua heldur ekki að það sé rétt þykir engin ástæða til að vera undrandi:

  Maður 1: Trúir þú, að sölumaðurinn hafnaði öllum greiðslukortunumin mínum, þó ég sé skuldlaus er með engar skuldir!

  Maður 2: Jahérna. Það mætti halda að það væri ekki hægt að fá nýjan íþróttasportbíl upp á krít þegar þótt lánshæfismatið þitt er aðeins tíu þúsund króna ...


  Hvernig ætti að íslenska blálituðua hlutana hér fyrir ofan?

  (Aðrar leiðréttingar/bötnanirlagfæringar o.s.frv.)

  Skýringar:

  Ég leiðrétti aðeins það sem nauðsynlegt var að lagfæra, þ.e. annars vegar hreinar villur og hins vegar orðalag sem varð að teljast ankannalegt eða mjög óvenjulegt.
  • „gamaldags/kjánaleg leið“: Það er ekki strangt til tekið rangt að nota orðið háttur hér, en fáir myndu gera það.
  • „standandi forviða“: Þetta er orðalag sem var miklu algengara áður fyrr og getur því talist „gamaldags“ í einhverjum skilningi.
  • „skildi ... eftir“: Betra orðalag.
  • „sælgætisverslun“: Orðið sætindaverslun er ekki notað á Íslandi. Það þekktist hins vegar í Íslendingabygðum í Kanada.
  • „kominn aftur“: Það er merkingarmunur á því að hafa komið aftur (eða til baka) og hinu að vera kominn aftur (eða til baka). Dæmi: Ég hef komið aftur í þessa búð (það gerðist á einhverjum ótilgreindum tíma en trúlega ekki á þeim tíma sem setningin er sögð), en Ég er kominn aftur í búðina (þá er ég staddur þar núna).
  • „virðist“: Orðið sýnist er fullgilt hér, en fáir myndu nota það í þessu samhengi.
  • „eitthvað burt“: Hefðbundið orðalag. Eitthvert burt heyrist stundum en er sjaldgæfara og margir telja það beinlínis rangt. Orðmyndin einhvert telst röng.
  • „eina ... annarri“: Orðalagið annar ... hinn á fyrst og fremst við þegar vísað er til fólks eða hluta sem þegar hefur verið getið í því sem á undan fer.
  • „undrar“: Hægt er að segja mig undrar þetta eða mig furðar á þessu.
  • „Jahérna“: Þetta er hægt að nota annaðhvort til að gefa til kynna undrun eða taka á íronískan hátt undir það sem einhver annar furðar sig á.
  • „sportbíl“: Orðið íþróttabíll hefur sést á prenti en það er mjög sjaldgæft og táknar bíl sem notaður er í keppni fremur en bíl sem fólk ekur sér til ánægju, eins og við á um flesta „sports cars“.
  • „lagfæringar“: Orðið bötnun er vissulega til en það er afar sjaldgæft og ég er ekki alveg viss um hvernig það hefur venjulega verið notað. Fleirtalan væri batnanir. Orðið batnan er líka til en því miður notar enginn það nú á dögum. Orðin bati, batnaður og bót eru ekki heldur notuð um „improvement“ í þeim skilningi sem hér á við.
   

  Gavril

  Senior Member
  English, USA
  Takk eins og alltaf, S.! Ég vona að þér finnist nokkuð ánægjulegt að leiðrétta villurnar mínar. :)
   
  Last edited:
  Top