Icelandic: you don't seem to understand

Gavril

Senior Member
English, USA
Sæl,

Í nútímaensku er setningin "You don't seem to understand" stundum notuð til að gefa nokkurs konar hótun í skyn.

T.d.:

Sölumaður: Afsakaðu, hægt er ekki að gefa þér áttatíu prósent afslátt.
Kúnni: Gleymdi að segja: ég er elsti sonur höfuðhundafangarans í þessari borg.
Sölumaður: Um afsakaðu, verð miðanna er það sama fyrir öll ...
Kúnni: You don't seem to understand! Ef ég vildi, ég gæti smellt fingrum og þannig eyðilagt ferlann þinn!!

Hvernig mætti (málfarslega) íslenska blálituðu setninguna?

Aðrir leiðréttingar væru velkomnar.

Takk
 
 • Segorian

  Senior Member
  Icelandic & Swedish
  Sæl,

  Í nútímaensku er setningin "You don't seem to understand" stundum notuð til að gefa nokkurs konar hótun í skyn.

  T.d.:

  Sölumaður: Afsakaðu,Fyrirgefðu en hægt er ekki að gefaég get ekki gefið þér áttatíu prósenta afslátt.
  Kúnni: GÉg gleymdi að segja: þér að ég er elsti sonur höfuðhundafangarans í þessari borghér í bænum.
  Sölumaður: Um afsakaðufyrirgefðu, verð miðanna er það er sama miðaverð fyrir öllalla ...
  Kúnni: Varstu ekki að hlusta? Ef ég vildi, ég gæti ég smellt fingrum og þannig eyðilagt ferlann þinnlátið reka þig!!

  Hvernig mættiværi hægt (málfarslega) íslenska blálituðu setninguna?

  AðrarirÉg myndi gjarna þiggja aðrar leiðréttingar væru velkomnar.

  Skýringar:
  • Afsakaðu og Fyrirgefðu eru auðvitað samheiti. Munurinn er samt sá að Afsakið er heldur formlegra og samkvæmt minni tilfinningu er það fremur notað þegar sá sem talar er að viðurkenna óhapp eða misgjörð. Fyrirgefðu á betur við þegar átt er við aðstæður eða atvik sem ekki varð við ráðið.
  • Orðalagið *hægt er ekki er ekki notað. Þú hefðir getað skrifað það er ekki hægt að gefa þér…, en ég get ekki er eðlilegra.
  • Það getur verið álitamál hvort orðanna bær eða borg á betur við í tilteknu samhengi, en Reykvíkingar kalla „borgina“ sína oft bæ.
  • Sama miðaverð er eðlilegra talmál.
  • Það er mjög „PC“ að nota hvorugkyn þegar átt er við hóp fólks sem getur verið af ýmsu kyni, en staðreyndin er sú að í daglegu tali nota flestir ennþá karlkyn í þessum tilgangi.
  • Spurningin Varstu ekki að hlusta? er notuð á sama hátt og hliðstæð spurning á ensku. Mér dettur sem stendur ekkert betra í hug.
  • Orðið ferill (eða starfsferill) er formlegra orð á íslensku en career á ensku. Þess vegna er ólíklegt að nokkur myndi nota það í samtali af þessu tagi. Ef þú vilt nota það engu að síður þarftu að gæta að beygingu orðsins: ferill-feril-ferli-ferils (og ekki má rugla því saman við nýyrðið ferli: ferli-ferli-ferli-ferlis).
  • Hvernig mætti… er fullkomlega gilt orðalag, en mér finnst hitt eðlilegra hér.
  • Orðalagið „að vera velkominn“ er ekki notað á sama hátt og would be welcome í samhengi eins og þessu.
   

  Rafeind

  Member
  Icelandic - Iceland
  Mig langað bara að taka undir það sem Segorian sagði um hvorugkyn og hópa og bæta við að hvorugkyn er notað þegar vitað er að hópurinn samanstendur af fólki af báðum kynjum en karlkyn þegar slíkt er órætt, ekki vitað eða staðhæfingin almenn:

  • Allir vilja tala við hana. (Almennt)
  • Við viljum öll tala við hana. (Mælt fyrir hönd blandaðs hóps)
  • Þau vilja öll tala við hana. (Um blandaðan hóp)
  • Þeir vilja allir tala við hana. (Um hóp karlmanna og/eða stráka)
  • Þeir sem ekki eru hérna, ... (Almennt)
  • Þeir ykkar sem ekki eru hérna, ... (Sagt við hóp (karlmanna/stráka), þeir karlar/strákar sem ekki eru á staðnum)
  • Þau ykkar sem ekki eru hérna, ... (Sagt við (blandaðan) hóp, allir úr hópnum sem ekki eru á staðnum)

  Það er samt frekar erfitt að koma þessu í orð, maður segir „allir í hópnum“ óháð samsetningu hans, en getur um sama hóp sagt „þau öllsömul í hópnum“ ef hann er blandaður.
   

  Segorian

  Senior Member
  Icelandic & Swedish
  Þessi viðbót frá Rafeind er mjög góð og skýrir alveg það sem ég átti við.
   
  Top